top of page

Dans

Updated: Feb 18, 2021


Danskennsla á yngsta stigi er hluti af íþróttakennslu í Grunnskóla Snæfellsbæjar og hefur Vilborg Lilja Stefánsdóttir séð um hana. Engin breyting er á því þetta skólaárið og hafa nemendur undanfarið dansað af lífi og sál með Lilju. Hver bekkur fær fimm kennslustundir og er svo gert ráð fyrir danssýningu sem verður vonandi hægt að hafa þegar nær líður vorinu. Eins og sjá má á myndunum njóta börnin þess að dansa og standa sig vel. Það er engin spurning að þarna leynast dansarar framtíðarinnar en nemendur læra ýmsa barnadansa, bæði para- og hópdansa, en ekki síst félagsfærni, það er að taka tillit til annarra og vera í takti við umhverfið. Á myndinni eru nemendur í 3.bekk að marsera og enda á "snúð" sem útheimtir mikla samvinnu og tillitsemi.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 8:00 - 16:00

Ólafsvík kl. 8:00 - 16:00

bottom of page