top of page

Búðarverkefnið

Eitt af verkefnum Átthagafræðinnar í GSnb er svokallað Búðaverkefni sem tilheyrir námskrá 8. bekkjar. Um er að ræða samvinnuverkefni Grunnskólans, Soroptimistaklúbbs Snæfellsness, Svæðisgarðsins Snæfellsness, Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls og Hótels Búða. Nemendum er boðið í sögugöngu og strandhreinsun um friðlandið á Búðum. Þeir njóta sagnasnilli Ragnhildar Sigurðardóttur frá Svæðisgarðinum um sögu Búða, náttúruperlur á svæðinu, Axlar Björn og Guðríði Þorbjarnardóttur víðförlustu konu heims og fleira. Auk þess fá nemendur kynningu á Þjóðgarðinum og starfsemi hans. Gengið er út að Frambúðum og í bakaleiðinni er allt rusl hreinsað úr fjörunni og á svæðinu í kringum göngustígana. Í lokin er svo öllum þátttakendum boðið í súpu og brauð á Hótel Búðum. Verkefnið hefur frá upphafi gengið mjög vel, nemendur hafa verið iðnir og áhugasamir.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 8:00 - 16:00

Ólafsvík kl. 8:00 - 16:00

bottom of page