Skólanámskrá GSnb
Nú hefur ný og endurskoðuð skólanámskrá litið dagsins ljós í Grunnskóla Snæfellsbæjar. Í skólanámskrá er almenn stefnumörkun skólans með hliðsjón af lögum, reglugerðum og ákvæðum aðalnámskrár. Þá gefst í skólanámskrá kostur á að aðlaga sérstöðu hvers skóla að staðbundnum aðstæðum,auka tengsl við nærsamfélagið og gera grein fyrir hvernig þær eru nýttar til að efla nám og kennslu. Í skólanámskránni koma fram þau gildi sem skólinn byggir starf sitt á ásamt almennum upplýsingum um skólastarfið.
Við hvetjum ykkur til að skoða skólanámskrána á heimasíðu skólans en hún endurspeglar það starf sem fram fer í skólanum okkar.
Skólastjórnendur