7.bekkur - Reykir
Dagana 1.-5. apríl fórum við í 7.b GJS ásamt tveim nemendum úr Lýsuhólsskóla í Skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði. Ásamt okkur voru 7. bekkingar frá Þorlákshöfn, Kirkjubæjarklaustri og Höfn í Hornafirði.
Við gistum á Vesturvistinni sem er í Ólafshúsi sem er aðalbyggingin á Reykjum. Þar var okkur skipt í þrjá hópa og fannst okkur dagskráin skemmtileg. Við vorum vakin alla morgna kl. 8:00 til að taka okkur til fyrir verkefni dagsins.
Klukkan 9:30 fóru allir í tíma þar sem Byggðasafnið á staðnum var skoðað og hákarl smakkaður. Aðrir fóru í náttúrufræði og sögu þar sem farið var í fjöruna og hlustað á Grettissögu, þriðji hópurinn fór í Undraheim þar sem farið var í leiki bæði úti og inni. Einnig var farið í íþróttir og sund og frjáls tími gefinn inn á milli þar sem við gátum farið í Bjarnaborg og leikið okkur saman.
Á kvöldin voru kvöldvökur með ýmsum atriðum sem við kakkarnir skiptust á að halda. Krakkar úr okkar hópi stjórnuðu „Vító“ og „Stinger“ og svo söng stúlka úr okkar hópi lag á frönsku. Haldin var hárgreiðslukeppni á fimmtudagskvöldinu og komust tveir nemendur frá okkar skóla áfram en sigurvegarinn að þessu sinni var frá Höfn í Hornafirði. Síðasta kvöldið var „skólabúðardiskó“ þar sem allir krakkarnir dönsuðu saman.
Maturinn var mjög góður, fimm máltíðir á dag og ekki veitti af því mikið var að gera. Á föstudeginum var kveðjustund og leikir í íþróttahúsi staðarins. Endað var á því að kasta flöskuskeyti út í sjó frá okkur öllum.
Margir eiguðust nýja vini og ferðin var ógleymanleg. Okkur fannst gott að hvíla okkur á símum, tölvum og skóla. Við vorum líka alveg ótrúlega heppin með veður þessa viku sem við fengum úthlutað.
Kveðja Allan, Arnar, Emil Breki, Emil Jan, Eyþór, Gabriel, Guðný, Gunnlaugur, Júlía, Kristall Blær, Matthildur, Matthías, Nickita, Nikola og Sara.