top of page

Tölvu- og skjáfíkn


Í byrjun október fengum við við góða heimsókn frá Mikils virði, þær Guðrúnu Katrínu Jóhannesdóttur félagsfræðing og Lovísu Maríu Emilsdóttur félagsráðgjafa. Þær voru með námskeið um tölvu- og skjánotkun barna.

Byrjuðu þær á því að hitta nemendur í 7.- 10. bekk og ræddu m.a. um þann tíma sem þeir verðu fyrir framan skjái, tölvu- og skjáfíkn, að vera besta útgáfan af sjálfum sér, mikilvægi þess að þeir gerðu sér grein fyrir við hverja þeir væru að spila og að það sem þeir settu á netið væri þar. Þær unnu stutt verkefni með nemendum og svöruðu fyrirspurnum úr sal.

Seinna, þennan sama dag, funduðu þær með foreldrum og var góð mæting foreldra. Nálgunin var önnur í þetta sinn. Fjölluðu þær almennt um skjánotkun, hvað væri jákvætt við hana og helstu afleiðingar tölvufíknar (líkamlegar og sálrænar). Þær fengu foreldra til að meta tölvunotkun barna sinna og meta hvort um tölvufíkn væri að ræða hjá þeim. Í framhaldinu bentu þær foreldrum á hagnýt ráð til að takast á við fíknina og semja aðgerðaáætlun. Lýstu þær sig reiðubúnar til að koma aftur og aðstoða einstaka foreldra væri þess óskað.

Almenn ánægja var með umfjöllun þeirra meðal foreldra, nemenda og starfsfólks skólans. Umfjöllunin var bæði fræðileg og áhugaverð. Þær náðu vel til fundargesta og gáfu hagnýt ráð um hvernig hægt væri að koma í veg fyrir fíknina og aðstoða þá sem væru orðnir háðir skjánotkuninni

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page