Skólastarfið
Skólastarfið fer mjög vel af stað, nemendur og starfsfólk vel stemmd til að takast á við verkefni sem bíða þeirra. Kynningarfundir eru búnir, og var mjög misjöfn mæting á þá, en þegar á heildina er litið var vel mætt.
Í upphafi nýs skólaárs vil ég hvetja nemendur til að koma sér upp góðum og heilbrigðum venjum sem markist af því að gera alltaf sitt besta og hafa gaman af þeim verkefnum sem þeir glíma við hverju sinni. Rannsóknir hafa sýnt að heilbrigt líferni, svo sem nægur svefn, góð hreyfing, hollt mataræði, góð tengsl við vini og vandamenn geta skipt sköpum svo manni líði vel og nái að blómstra. Sálfræðingar og heimspekingar hafa á síðastliðnum áratugum sýnt fram á að fólk sem kann að meta það góða í lífi sínu er hamingjusamara og verður síður leitt. Það er hægt að þjálfa og tileinka sér þakklæti með því að meta fólkið í kringum sig og það sem við höfum nú þegar í höndunum.