top of page

Hreint haf


Við erum nemendur í 6. GJS í Grunnskóla Snæfellsbæjar. Við höfum verið að vinna verkefni sem heitir Hreint haf og fengið fræðslu frá Margréti Hugadóttur hjá Landvernd.

Við lærðum að plast getur haft mengandi áhrif á dýr og fugla og að rusl í náttúrunni getur haft skaðleg áhrif.

Ef við tökum ekki plastið úr náttúrunni, verður mögulega meira af plasti en fiskar í sjónum árið 2050 en þá verðum við 44 ára.

Plast var fundið upp á milli 1950 og 1960 og eyðist ekki heldur brotnar niður í litla búta. Okkur finnst skrítið að bleyjurnar sem við notuðum eru mögulega ennþá til, grafnar í jörðina.

Plast er mjög snjöll uppfinning en við þurfum að passa að jörðin okkar fyllist ekki af plasti.

Hægt er að sleppa einnota plasti, til dæmis plastpokar utan um ávexti, innkaupapokar, nota margnota umbúðir, sleppa plaströrum og plastlokum.

Við skorum á bæjarbúa Snæfellsbæjar að:

  • Henda ekki rusli í náttúruna

  • Endurvinna meira

  • Taka upp ruslið sem er sjáanlegt, t.d. á götum, í fjörum og á útivistarsvæðum, ám og vötnum

  • Nota minna plast

  • Bæta við ruslatunnum og endurvinnslutunnum hjá útivistarsvæðum

  • Setja upp sameiginlega tunnu fyrir flöskur og dósir fyrir góð málefni

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page