top of page

Fiskaverkefni


Við í 4. bekk höfum undanfarið verið að vinna að fiskaverkefni í Átthagafræði. Þar lærðum við um nýtjafiska, vinnuslu á þeim og veiðar. Við heimsóttum Fiskmarkað Íslands og Sjávariðjuna til að skoða hvað er gert þar. Við lærðum um fiskana og bjuggum til veggspjöld og glærukynningar og kynntum fyrir bekkjarfélögum okkar. Við enduðum svo verkefnið á að hafa “fræðslusýningu” þar sem við sýndum nemendum í 1. til 3. bekk fiskana ogfleiri sjávarlífverur og sögðum þeim frá. Fiskana á sýningunni fengum við frá sjómönnum hér á svæðinu. Verkefnið var mjög skemmtilegt og langar okkur að þakka þeim sem leyfðu okkur að koma í heimsókn og gáfu okkur fiskana.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page