top of page

Desember


Nú, þegar aðventan er gengin í garð, breytist takturinn í skólanum og tekur mið af því að jólahátíðin nálgast. Margt er gert til að undirbúa jólin og búa til jólastemningu. Má þar helst nefna piparkökudaginn á öllum starfstöðvum, skólahúsnæði skreytt, skrifuð jólakort, jólasamvera, blaðaútgáfa, Bókamessan, tónleikar hjá skólakórnum, útvarp GSnb og litlu jólin haldin hátíðleg. Við leitumst við að hafa stemninguna lágstemmda og pössum að gleyma okkur ekki í umbúðunum heldur rekja rækt við innihald jólanna.

Stundatöflur nemenda munu halda sér nú í desember að frátöldum síðustu dögunum, 19. og 20. desember. Nemendur í 5.-10. bekk norðan heiðar enda þann 19. desember í félagsvist og bingó og ljúka deginum kl 13:20. Miðvikudaginn, 20. desember, eru haldin litlu jól á öllum starfstöðvum. Nemendur í 1.-4. bekk mæta á hefðbundnum tíma og ljúka sínum degi kl. 12:00, Skólabær er opinn eftir það. Nemendur í 5.-10. bekk mæta kl 9:00 og ljúka sínum degi kl. 11:40. Í Lýsuhólsskóla hefjast litlu jól og jólatónleikar tónlistarskólanemenda kl. 13.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 8:00 - 16:00

Ólafsvík kl. 8:00 - 16:00

bottom of page