top of page

Fjöruferð á miðstigi


Föstudaginn 19. maí fóru nemendur í 5.-7. bekk í fjöruferð inn að Fróðárósnum. Ferðin tengdist

verkefninu „Hreinsun strandlengjunnar“ sem Svæðisgarðurinn hefur haft umsjón með.

Nemendur voru mjög áhugasamir og duglegir við að tína rusl og þar var ýmislegt sem ekki átti

heima í fjörunni. Starfsmenn áhaldahússins sáu um að ná í ruslið og var afraksturinn um 470 kg!

Greinilegt var að nemendur nutu sín vel í fjörunni.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 8:00 - 16:00

Ólafsvík kl. 8:00 - 16:00

bottom of page