top of page

Samstarf við Erindi


Góð samskipti innan skólasamfélagsins eru grundvöllur fyrir góðu skólastarfi. Til þess að efla

þennan þátt í skólasamfélaginu okkar fórum við í samstarf við samtökin Erindi en þau eru samtök fagfólks á sviði uppeldis-, lýðheilsu- og menntunarfræða (sjá https://www.erindi.is/).

Fyrsti þátturinn í þessu samstarfi var fundur með foreldrum. Hermann Jónsson, ráðgjafi hjá Erindi, var frummælandi. Hann kom víða við í erindi sínu, m.a. fjallaði hann um ábyrgð foreldra, hlutverk þeirra þegar nemendur eiga í samskiptavanda og þeim tækifærum sem fyrir hendi eru til að mynda sterkt bandalag foreldra og kennara í stuðningi við nemendur. Mætingin á þennan fund var frábær. 43 foreldrar nemenda í áttunda og níunda bekk voru boðaðir á fundinn og mættu 48 foreldrar frá 36 nemendum, foreldrar fjögurra nemenda boðuðu forföll. Það gerist vart betri mæting. Kærar þakkir fyrir þátttökuna.

Mánudaginn 3. apríl kom Kristín Lilliendahl, ráðgjafi frá Erindi og hitti nemendur 8. og 9. bekkja og starfsfólki á spjallfundum. Meðal annars var farið með nemendur í verkstæðisvinnu þar sem unnið var með ýmis viðfangsefni sem snerta samskipti nemenda og samskipti þeirra við starfsfólk skólans. Á spjallfundinum með starfsfólki var ýmsum hliðum á hlutverki starfsfólks velt upp og samstarfi þeirra við nemendur og forráðamenn þeirra. Sérstök áhersla var lögð á að hjálpa kennurum að greina samskiptavanda í hópum nemenda og hvernig þeir geti leiðbeint nemendum við að leita lausna í eigin málum og staðið með sannfæringu sinni. Þá var lögð áhersla á að starfsfólk greini eigin samskiptahætti í daglegri umgengni við nemendur.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 8:00 - 16:00

Ólafsvík kl. 8:00 - 16:00

bottom of page