top of page

Að vökva lestrarblómin


Grunnskóli Snæfellsbæjar og Bókasafn Snæfellsbæjar hvetja grunnskólabörn í Snæfellsbæ til að lesa í sumar og hvetja foreldrana til að lesa með þeim. Átakið hefst 6. júní á mánudegi og stendur til 24. ágúst 2016. Áherslan er á að lesa sér til ánægju en í leiðinni að efla lestur barna yfir sumarmánuðina því það er staðreynd að börn verða að viðhalda lestrarkunnáttu sinni með áframhaldandi lestri yfir sumarið. Á Bókasafninu er hægt að finna bækur fyrir alla aldurhópa þannig að allir geta fengið bækur við sitt hæfi. Vonast er til að foreldrar taki þátt í átakinu og hvetji börnin til að lesa einhverjar af öllum þeim skemmtilegu bókum sem til eru á Bókasafni Snæfellsbæjar. Til að vera með í sumarlestri þarf að koma á Bókasafn Snæfellsbæjar og fá lestrarpésa og bækur að láni. Það þarf að lesa að minnsta kosti 6 bækur yfir sumarið og gott ef þið lesið fleiri, einnig þarf að fylla út smá umsögn um bókina í lestrarpésann. Í lokin fá allir sem taka þátt í SUMARLESTRINUM smá glaðning. Opnunartími Bókasafns Snæfellsbæjar í sumar: 9. maí – 19. sept. Opið þrjá daga í viku: Mánudagur frá 16:00 til 18:00 Miðvikudagur frá 16:00 til 18:00 Fimmtudagur frá 11:00 til 13:00 Frá 1. júlí til 15. ágúst verður opið á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 16:00 til 18:00.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page