top of page

100 daga hátíð á Hellissandi


Á fimmtudaginn héldu nemendur og starfsfólk 1. – 4. bekkjar 100 daga hátíð, þ.e. haldið var upp á að nemendur 1. bekkjar hafi verið 100 daga í skólanum. Margt var til gamans gert og var nemendum skipt í fimm hópa þar semblandað var saman árgöngum. Verkefnin voru: að búa til mynd úr 100 perlum, teikna sjálfsmynd, búa til 100 úr kennslupeningum, crossfit æfingar og nemendur teiknuðu skrímsli þar sem teikningin samanstóð af alls 100 hlutum. Að verkefnum loknum fengu nemendur að gæða sér á 10 matarkyns tegundum og áttu að taka tíu stykki af hverju sem þau röðuðu síðan á hundraðtöfluna sína. Einnig fengu þau krap. Allir voru hressir og kátir og skemmtu sér konunglega.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 8:00 - 16:00

Ólafsvík kl. 8:00 - 16:00

bottom of page