100 daga hátíð
Updated: Feb 3
Í dag var haldið upp á að það eru 100 dagar liðnir af þessu skólaári, í 1.-4. bekk. Nemendur gerðu sér glaðan dag og unnu fjölbreytt verkefni í tengslum við töluna 100. Tilgangur verkefnisins er að þjálfa nemendur í tugakerfinu, telja saman tugi sem mynda síðan hundruð. Þau gerðu æfingar, teiknuðu útlimi á skrímsli, töldu saman 100 góðgæti sem þau fengu svo að bragða á. Það er gaman að segja frá því að í einni smiðjunni kom Vigfús Vigfússon, húsasmiður í Ólafsvík í heimsókn og ræddi við nemendur um „tímanna tvenna“, svaraði spurningum og sagði þeim sögur. Það vill nefnilega þannig til að Viffi verður 100 ára á árinu! Allir höfðu gagn og gamana af.
Comentarios