top of page
Search

1.bekkur fór í menningarreisu

  • Writer: hugrune
    hugrune
  • Oct 29, 2024
  • 1 min read

Nemendur í fyrsta bekk fóru á tvær sýningar með list- og verkgreinakennurum sínum. Farið var á sýningu myndlistarkonunnar Kristínar Gunnlaugsdóttur í listrýminu 3veggir, þar sýnir hún í 65 portrett máluð á árunum 2019-2024 í fyrsta sinn opinberlega. Kristín lærði íkonagerð og málun í klausri á Ítalíu eftir að hún lauk námi frá Myndlista og handíðaskóla íslands 1987 og á meðal annars verk í Hallgrímskirkju og altaristöflu í kirkjunni í Stykkishólmi. Auk þess fengu þau að skoða vinnustofur Bjarna Sigurbjarnarsonar og Ragnheiðar Guðmundsdóttur sem er textílkennari við grunnskólann. Síðan lögðum við leið okkar í þjóðgarðsmiðstöðina og skoðuðum sýningu 2. og 4.bekkjar á íslenskum kynjadýrum.







 
 
 

Comentarios


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 8:00 - 16:00

Ólafsvík kl. 8:00 - 16:00

bottom of page