top of page
IMG_1607.JPG

Persónuverndaryfirlýsing Grunnskóla Snæfellsbæjar 

Öflug persónuvernd er Grunnskóla Snæfellsbæjar kappsmál og leggjum við mikla áherslu á að virða réttindi einstaklinga og að öll meðferð persónuupplýsinga sé ávallt í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 (hér eftir „persónuverndarlög“) og reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og frjálsa miðlun slíkra upplýsinga. 

Hjá Grunnskóla Snæfellsbæjar er unnið með persónuupplýsingar í tengslum við rekstur og þjónustu skólans. Megintilgangur vinnslu persónuupplýsinga í Grunnskóla Snæfellsbæjar er fólginn í því að fullnægja lagaskyldu sem hvílir á skólanum á grundvelli laga nr. 91/2008 um grunnskóla.  Unnið er með persónuupplýsingar um nemendur skólans og foreldra/forsjáraðila.   

Með persónuverndaryfirlýsingu þessari er greint frá því hvernig Grunnskóli Snæfellsbæjar, kennitala 510694-2449, Ennisbraut 11, 355 Ólafsvík (hér eftir einnig „skólinn“ eða „við“ ), stendur að vinnslu, s.s. söfnun, skráningu, vistun og miðlun persónugreinanlegra upplýsinga um nemendur skólans og foreldra/forsjáraðila þeirra (hér eftir einnig „þú“).  

Persónuverndaryfirlýsing þessi nær til nemenda skólans og foreldra/forsjáraðila þeirra. Um vinnslu persónuupplýsinga starfsumsækjenda og starfsmanna Grunnskóla Snæfellsbæjar er fjallað um í sérstökum persónuverndaryfirlýsingum/fræðslubréfum. 

Grunnskóli Snæfellsbæjar vill benda þér á að þegar þú ferð inn á eða hefur samband við skólann í gegnum samfélagsmiðlasíður okkar, t.d. Facebook síðu skólans, þá gæti verið að veitendur samfélagsmiðlaþjónustunnar fái aðgang að upplýsingum og hvetjum við þig til að kynna þér vel persónuverndaryfirlýsingar þeirra.  

Hvaða persónuupplýsingar vinnur Grunnskóli Snæfellsbæjar? 

Grunnskólinn Snæfellsbæjar leggur áherslu á að vinna einungis þær persónuupplýsingar sem nauðsynlegar eru í samræmi við þann tilgang sem liggur að baki söfnun upplýsinganna og í samræmi við ákvæði persónuverndarlaga.  

Í ákveðnum tilvikum er skólanum nauðsynlegt að vinna með viðkvæmar persónuupplýsinga um nemendur, svo sem um heilsufar eða þjóðernislegan uppruna. Vinnsla slíkra upplýsinga fer eingöngu fram á grundvelli lagaheimildar eða ef uppfyllt eru lagaskilyrði fyrir vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga. 

Grunnskóli Snæfellsbæjar vinnur, eins og við á hverju sinni, einkum eftirfarandi almennar og viðkvæmar persónuupplýsingar um nemendur: 

  • Almennar persónuupplýsingar: Nafn, kennitala, heimilisfang, símanúmer, netfang, tungumál, fjölskylduaðstæður, persónugreinanlegt myndefni, einkunnir, námsmat, fjarvistaskráning og upplýsingar um námslega og félagslega stöðu.  

  • Viðkvæmar persónuupplýsingar: Heilbrigðisupplýsingar, s.s. upplýsingar um veikindafjarvistir, slysaskráningar, lyf, óþol, ofnæmi, þroska, hegðun, greiningar, sérþarfir, sérúrræði og annað sem krefst sérstakrar meðhöndlunar í grunnskóla. 

Grunnskóli Snæfellsbæjar vinnur sömuleiðis, eins og við á, einkum eftirfarandi almennar persónuupplýsingar um foreldra/forsjáraðila nemenda skólans:  

  • Nafn, kennitala, heimilisfang, símanúmer, netfang, tengsl við nemanda (móðir, faðir eða annað), forræði, móðurmál (ef annað en íslenska), afrit af samskiptasögu og upplýsingar í tengslum við leyfisbeiðnir, þ.e. ástæður leyfis og tímabil þess. 

Í hvaða tilgangi vinnur Grunnskóli Snæfellsbæjar persónuupplýsingar um þig? 

Öll vinnsla Grunnskóla Snæfellsbæjar á persónuupplýsingum fer fram í skýrum tilgangi og byggist á lögmætum grundvelli samkvæmt persónuverndarlögum, lögum nr. 91/2008 um grunnskóla, barnaverndarlögum nr. 80/2002 og öðrum lögum sem eiga við um starfsemi skólans.

 

Grunnskóli Snæfellsbæjar leggur áherslu á að vinna einungis þær persónuupplýsingar sem nauðsynlegar eru í samræmi við þann tilgang sem liggur að baki söfnun upplýsinganna.  

Til þess að tryggja að unnið sé með persónuupplýsingar í samræmi við meginreglur persónuverndarlaga veitir Grunnskóli Snæfellsbæjar starfsfólki sínu fræðslu og þjálfun í því skyni að skapa almenna og góða þekkingu á því hvernig um skuli umgangast slíkar upplýsingar, meðferð og vinnslu persónuupplýsinga, og hvernig gætt skuli öryggis þeirra á vettvangi skólans.  

Persónuupplýsingar um nemendur og foreldra/forsjáraðila þeirra eru fyrst og fremst unnar í þeim tilgangi að fullnægja lagaskyldu sem hvílir á grunnskólum.  

Þá vinnur Grunnskóli Snæfellsbæjar persónuupplýsingar um nemendur eða foreldra/forsjáraðila þeirra einkum í þeim tilgangi að:  

  • Hafa samskipti milli starfsmanna skólans eða við foreldra/forsjáraðila nemenda. 

  • Miðla nauðsynlegum upplýsingum um nemendur fyrir áframhaldandi nám þeirra, s.s. vegna flutnings milli grunnskóla og innritun í framhaldsskóla. 

  • Gera starfsemi skólans sýnilega á opinberum vettvangi. 

  • Gæta að hagsmunum skólans og eftir atvikum þriðju aðila 

  • Tryggja öryggi- og eignarvörslu, m.a. með öryggismyndavélum og eftirlitskerfum. 

 

Lagalegur grundvöllur fyrir vinnslu persónuupplýsinga 

 

Grunnskóli Snæfellsbæjar er ábyrgðaraðili í skilningi persónuverndarlaga og ber sem slíkur ábyrgð á því að tryggja að heimild sé fyrir vinnslu persónuupplýsinga. Til að vinnsla skólans á persónuupplýsingum teljist lögmæt þarf að minnsta kosti eitt eftirfarandi atriði að eiga við: 

  • Hinn skráði einstaklingur hafi gefið skólanum samþykki fyrir vinnslu persónuupplýsinga. 

  • Vinnslan sé nauðsynleg vegna samningssambands skólans við tiltekin aðila. 

  • Vinnslan sé nauðsynleg vegna þeirra lögbundnu skyldna sem hvíla á skólanum við starfsemi hans og rekstur. 

  • Vinnslan sé nauðsynleg til að vernda brýna hagsmuni hins skráða eða annars einstaklings. 

  • Vinnslan sé nauðsynleg vegna verks sem unnin er í þágu almannahagsmuna eða við beitingu opinbers valds. 

  • Vinnslan sé nauðsynleg vegna lögmætra hagsmuna sem grunnskólinn eða þriðji aðili gætir, t.d. vegna eftirlits með eigum grunnskólans eða í öryggisskyni. 

Hér að neðan má sjá nánari útlistun á vinnslu persónuupplýsinga um nemendur og foreldra/forsjáraðila þeirra, þ.m.t. hvaða persónuupplýsingar unnið er með og lagagrundvöll sérhverrar vinnslu: 

Þegar barn er innritað í skólann  

Við upphaf skólagöngu er nauðsynlegt fyrir skólann að afla upplýsinga um nafn, kennitölu, heimilisfang, símanúmer, netfang og móðurmál barns og foreldra/forsjáraðila þess í þeim tilgangi að skrá barn sem nemanda við skólann. Unnið er með upplýsingar sem berast ýmist frá foreldrum/forsjáraðilum og eða fráfarandi leikskóla eða grunnskóla barns. Heimild til vinnslu persónuupplýsinga byggir í þessum tilfelli á nauðsyn til þess að uppfylla lagaskyldu sem hvílir á skólanum á grundvelli laga nr. 91/2008 um grunnskóla. Heimild til þessa er í 3. tl. 1. mgr. 9. gr. persónuverndarlaga. 

 

Við öflun nauðsynlegra upplýsinga um nemanda  

Í þeim tilgangi að tryggja utanumhald og velferð ásamt því að veita nemendum þá þjónustu sem þeir þurfa í skólanum er nauðsynlegt fyrir skólann að afla tiltekinna upplýsinga um nemendur. Er viðkomandi starfsfólk skólans upplýst um það sem þeir þurfa að vita í framangreindu sambandi. Um er að ræða almennar persónuupplýsingar um nemendur á borð við nafn, kennitölu, heimilisfang, bekk, grunnskóla ásamt upplýsingum um námslega og félagslega stöðu. Þá kann skólanum einnig að vera nauðsynlegt að vinna viðkvæmar heilsufarsupplýsingar um nemendur, s.s. upplýsingar um lyf, óþol, ofnæmi, þroska, hegðun, greiningar, sérþarfir, sérúrræði og annað sem krefst sérstakrar meðhöndlunar í grunnskóla. Aflar skólinn framangreindra upplýsinga ýmist frá foreldrum/forsjáraðilum, fyrri grunnskóla eða fráfarandi leikskóla í samráði við foreldra/forsjáraðila. Þá geta upplýsingar einnig komið frá öðrum aðilum, s.s. skólaþjónustu eða viðurkenndum fagaðilum á hennar vegum og ýmsum miðlægum þjónustu- og þekkingarmiðstöðvum á borð við Ráðgjafar- og greiningarstöð Ríkisins, Þroska- og hegðunarstöð eða Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Heimild til vinnslu persónuupplýsinga byggir í þessu tilfelli á nauðsyn til þess að uppfylla lagaskyldu sem hvílir á skólanum á grundvelli laga nr. 91/2008 um grunnskóla og reglugerðar nr. 58/2010 um nemendur með sérþarfir í grunnskóla. Heimild til þessa er í 3. tl. 1. mgr. 9. gr. persónuverndarlaga og 2. og 8. tl. 1. mgr. 11. gr. sömu laga.  

 

Við skráningu á ástundun 

 

Til þess að tryggja lögbundna skólaskyldu og eftirfylgni með viðveru nemenda heldur skólinn utan um mætingu nemenda. Skólinn vinnur því upplýsingar um viðveru og fjarveru nemenda, s.s. vegna leyfis eða veikinda. Foreldrar/forsjáraðilar tilkynna skólanum um veikindi eða sækja um undanþágu frá skólasókn þar sem þeir tilgreina ástæður leyfis og tímabil þess með símtali eða tölvupósti. Heimild til vinnslu persónuupplýsinga byggir í þessu tilfelli á nauðsyn til þess að uppfylla lagaskyldu sem hvílir á skólanum á grundvelli laga nr. 91/2008 um grunnskóla. Heimild til þessa er í 3. tl. 1. mgr. 9. gr. persónuverndarlaga og 8. tl. 1. mgr. 11. gr. sömu laga.  

 

Við námsmat  

Í þeim tilgangi að fylgjast með hvort nemendur standist hæfniviðmið aðalnámskrár hverju sinni þá gera þeir verkefni og þreyta próf í skólanum. Í tengslum við námsmat er því unnið með upplýsingar um verkefni nemenda, prófúrlausnir, frammistöðu, umsögn og einkunn. Heimild til vinnslu persónuupplýsinga byggir í umræddu tilfelli á nauðsyn til þess að uppfylla lagaskyldu sem hvílir á skólanum á grundvelli laga nr. 91/2008 um grunnskóla. Heimild til þessa er í 3. tl. 1. mgr. 9. gr. persónuverndarlaga. 

 

Við atvika- og slysaskráning 

Í ákveðnum tilvikum heldur skólinn skráningu varðandi atvik eða slys sem eiga sér stað í skólanum er varða nemanda sem nauðsynlegt er að skjalfesta. Eftir atvikum kann skólinn sömuleiðis að koma skilaboðum varðandi atvik eða slys til foreldra/forsjáraðila nemanda. Í tengslum við framangreinda skráningu vinnur skólinn með upplýsingar um nemanda er varða einstaka atvik sem koma upp, s.s. hvort um sé að ræða frávik frá hegðun og þá með hvaða hætti. Byggir skólinn vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við atvikaskráningu á nauðsyn vegna lagaskyldu sem hvílir á skólanum á grundvelli laga nr. 91/2008 um grunnskóla og reglugerð nr. 585/2010 um nemendur með sérþarfir í grunnskóla. Heimild til þessa er í 3. tl. 1. mgr. 9. gr. persónuverndarlaga.  

 

Sé um slysaskráningu að ræða vinnur skólinn með upplýsingar um heilsufarsupplýsingar nemanda, s.s. staðsetningu meiðsla, líkamlega áverka o.s.frv. Þá er einnig unnið með upplýsingar um hvar og hvenær slys varð, afleiðingar slyssins og til hvaða viðbragða gripið var til hverju sinni, s.s. hvort vísað hafi verið til heilsugæslu eða lögregla kölluð til o.s.frv. Skólinn byggir vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við slysaskráningu sömuleiðis á nauðsyn vegna lagaskyldu sem hvílir á skólanum á grundvelli laga nr. 91/2008 um grunnskóla og reglugerð nr. 657/2009 um gerð búnað grunnskólahúsnæðis og skólalóða. Heimild til þessa er í 3. tl. 1. mgr. 9. gr. persónuverndarlaga og 8. tl. 1. mgr. 11. gr. sömu laga.  

 

Við skimanir og greiningar 

Í Grunnskóla Snæfellsbæjar eru árlega framkvæmdar skimanir eftir námsörðugleika og athuganir á nemendum í þeim tilgangi að tryggja þeim kennslu og námsaðstoð við hæfi í samvinnu við sérfræðinga. Sömuleiðis fara fram í skólanum greiningar á nemendum sem eiga í sálrænum eða félagslega erfiðleikum sem hafa áhrif á nám þeirra. Sé um frávik að ræða er þjónusta við viðkomandi nemenda aukin. Skulu allar athuganir er varða einstaka nemendur gerðar í samráði við og með samþykki foreldra/forsjáraðila. Í tengslum við slíkar skimanir og greiningar vinnur skólinn með upplýsingar um niðurstöður skimana, s.s. upplýsingar um námslega stöðu. Þá er einnig unnið með heilbrigðisupplýsingar nemenda, s.s. afleiddar upplýsingar um að viðkomandi nemandi þurfi aukin stuðning og eftir atvikum sérúrræði. Heimild til vinnslu persónuupplýsinga byggir í umræddu tilfelli á nauðsyn vegna lagaskyldu sem hvílir á skólanum á grundvelli laga nr. 91/2008 um grunnskóla. Heimild til þessa er í 3. tl. 1. mgr. 9. gr. persónuverndarlaga og 8. tl. 1. mgr. 11. gr. sömu laga. 

 

Við tilvísun til stoðaðila 

Ef talin er þörf á að framkvæma athugun eða greiningu á nemanda þá geta starfsmenn skólans sótt um sérfræðiþjónustu hjá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga með þartilgerðu tilvísunarblaði í þeim tilgangi að tryggja nemendum viðeigandi námsaðstoð og kennslu við hæfi. Allar tilvísanir eru gerðar í fullu samráði við foreldra/forsjáraðila. Allar athuganir eða greiningar sem framkvæmdar eru samkvæmt framangreindu eru afhentar skólanum til meðhöndlunar. Í tengslum við tilvísun til stoðaðila vinnur skólinn einkum upplýsingar um nafn nemanda, kennitölu, heimilisfang, móðurmál, símanúmer, námsgetu, námslega stöðu, félagslega stöðu og fjölskyldu aðstæður. Þá vinnur skólinn sömuleiðis með tilgreindar heilbrigðisupplýsingar nemanda, s.s. upplýsingar um líðan, virkni, þroskastöðu, athuganir og úrræði skólans fram að þessu ásamt fyrirliggjandi læknisfræðilegar-, sálfræðilegar og sérkennslufræðilegar greiningar og niðurstöður þeirra. Þá er einnig unnið með upplýsingar um þær meðferðir sem óskað er eftir að nemendur fái. Að lokum vinnur skólinn í umræddum tilgangi upplýsingar um nafn foreldra/forsjáraðila, kennitölu, heimilisfang, móðurmál, símanúmer og netfang. Heimild til vinnslu persónuupplýsinga byggir í umræddu tilfelli á nauðsyn vegna lagaskyldu sem hvílir á skólanum á grundvelli laga nr. 91/2008 um grunnskóla ásamt reglugerð nr. 444/2019 um skólaþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum.  Heimild til þessa er í 3. tl. 1. mgr. 9. gr. persónuverndarlaga og 2. og 8. tl. 1. mgr. 11. gr. sömu laga. 

 

Sem liður í stuðningi við nemanda kann skólinn að útbúa einstaklingsnámskrá sem sérsniðin er að markmiðum tiltekinna nemenda í þeim tilgangi að taka mið af aðstæðum, þörfum og getu einstaklinga samkvæmt framangreindu. Skólinn vinnur í því sambandi upplýsingar um nafn nemanda, kennitölu, skóla, bekk, námslega stöðu og getu, félagslega stöðu, námstilhögun ásamt einstaklingsmiðuðum námsmarkmiðum. Sömuleiðis kann skólinn að vinna með heilbrigðisupplýsingar nemanda, s.s. vottorð eða greiningar frá viðurkenndum fagaðilum sem vinna með hamlanir á borð við blindu, langvarandi veikindi o.s.frv. Heimild til vinnslu persónuupplýsinga byggir í umræddu tilfelli á nauðsyn vegna lagaskyldu sem hvílir á skólanum á grundvelli laga nr. 91/2008 um grunnskóla, reglugerð nr. 585/2010 um nemendur með sérþarfir í grunnskólum og reglugerð nr. 444/2019  um skólaþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum. Heimild til þessa er í 3. tl. 1. mgr. 9. gr. persónuverndarlaga og 2. og 8. tl. 1. mgr. 11. gr. sömu laga.  

 

 

Við teymisvinnu  

Í skólanum eru reglulega haldnir teymisfundir yfir skólaárið með foreldrum/forsjáraðilum nemenda með miklar sérþarfir og þeim sem annast kennslu og veita viðkomandi nemanda stuðning í skólanum. Á teymisfundum er fjallað um þarfir nemandans, skipulag kennslu og stundaskrá í þeim tilgangi að sjá til þess að nemandi fái þá aðstoð sem viðkomandi þarf í samræmi við metnar sérþarfir. Í því sambandi er skólanum nauðsynlegt að vinna með upplýsingar um nafn og bekk nemanda. Þá kann skólinn sömuleiðis að vinna með heilbrigðisupplýsingar nemanda, s.s. upplýsinga um líðan, virkni,  þroskastöðu, félagslega stöðu, námslega stöðu og sértæka þjónustu. Auk þess kann skólinn að vinna með fyrirliggjandi vottorð/greiningar frá viðurkenndum fagaðilum og meðferðir sem óskað er eftir að nemendur fái. Heimild til vinnslu persónuupplýsinga byggir í umræddu tilfelli á nauðsyn vegna lagaskyldu sem hvílir á skólanum á grundvelli laga nr. 91/2008 um grunnskóla og reglugerðar nr. 585/2010 um nemendur með sérþarfir í grunnskólum. Heimild til þessa er í 3. tl. 1. mgr. 9. gr. persónuverndarlaga og 2. og 8. tl. 1. mgr. 11. gr. sömu laga.  

 

Við nemendaverndarráðsfundi  

Í Grunnskóla Snæfellsbæjar er starfandi nemendaverndarráð í samræmi við 4. mgr. 40. gr. laga  nr. 91/2008 um grunnskóla. Nemendaverndarráð hefur það meginmarkmið að starfa að velferðarmálum einstakra nemenda í skólanum. Hlutverk nemendaverndarráðsins er að samræma störf þeirra sem sjá um málefni nemenda varðandi skólaþjónustu, námsráðgjöf og skólaheilsugæslu. Þá er nemendaverndarráðið skólastjóra almennt til aðstoðar um framkvæmd áætlana um sérstaka aðstoð við nemendur.  

 

Í nemendaverndarráði grunnskóla eiga sæti skólastjóri og/eða fulltrúi sem hann tilnefnir, umsjónaraðili kennslu nemenda með sérþarfir og/eða fulltrúi sem hann tilnefnir, umsjónaraðili kennslu nemenda með sérþarfir, fulltrúi skólaheilsugæslu, fulltrúi skólaþjónustu sveitarfélagsins og náms- og starfsráðgjafi. Einnig geta fulltrúar frá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga ásamt barnaverndaryfirvöldum tekið þátt í starfi nemendaverndarráðs þegar tilefni er til. Að jafnaði skal upplýsa foreldra/forsjáraðila um að máli barna þeirra sé formlega vísað til skólastjóra eða nemendaverndarráðs og leita eftir samstarfi við foreldra um lausn mála eftir því sem framast er kostur.  

 

Til þess að nemendaverndarráð geti fjallað um úrræði í málum nemenda, sem til þess er vísað í tengslum við ýmsa erfiðleika sem nemendur kunna að glíma við, s.s. andlega, félagslega og/eða líkamlega, vinnur skólinn með upplýsingar um nemanda, s.s. nafn, bekk, ásamt upplýsingum um námslega og félagslega stöðu. Þá kann skólinn sömuleiðis að vinna með nauðsynlegar heilbrigðisupplýsingar nemanda, s.s. upplýsingar um andlega og líkamlega líðan auk upplýsinga um virkni, þroskastöðu,  sértæka þjónustu og fyrirliggjandi vottorð/greiningar frá viðurkenndum fagaðilum og meðferð sem óskað er eftir að nemandi fái. Fundir nemendaverndarráðs eru bókaðir og haldnar eru aðgreindar fundargerðir um málefni sérhvers nemanda. Fundargerðir eru síðan varðveittar í persónumöppu nemanda. Skólinn byggir vinnslu persónuupplýsinga í umræddu tilfelli á nauðsyn vegna lagaskyldu sem hvílir á skólanum á grundvelli laga nr. 91/2008 um grunnskóla og reglugerð nr. 444/2019 um skólaþjónustu sveitarfélaga- við leik og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum. Heimild til þessa er í 3. tl. 1. mgr. 9. gr. persónuverndarlaga og 2. og 8. tl. 1. mgr. 11. gr. sömu laga.  

 

Við skráningu í frístund  

Í þeim tilgangi að tryggja daglegt utanumhald með dvöl nemenda í frístund og daglegum tómstundum á vegum skólans skráir foreldri/forsjáraðili barnið sitt í frístund á sérstakt skráningareyðublað. Skólinn heldur utan um upplýsingar sem nauðsynlegar eru í tengslum við frístundavistun nemenda og skipulagðar tómstundir í sérstakri skrá, s.s. upplýsingar um nafn og kennitölu nemanda, grunnskóla, bekk, frístundaheimili, skipulagðar tómstundir og heimferðarmáta (þ.e. hvort viðkomandi nemandi verði sóttur eða ekki). Þá kann skólinn að vinna með nauðsynlegar heilbrigðisupplýsingar nemanda í skránni,  s.s. upplýsingar um lyf, ofnæmi, sérþarfir og annað sem krefst sérstakrar meðhöndlunar í frístund. Sömuleiðis vinnur skólinn nauðsynlegar upplýsingar um foreldra/forsjáraðila í skránni, s.s. nafn, kennitölu, símanúmer og netfang. Skólinn byggir vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við skráningu í frístund á nauðsyn vegna lagaskyldu sem hvílir á skólanum á grundvelli laga nr. 91/2008 um grunnskóla, sbr. einnig auglýsingu nr. 921/2018, um setningu markmiða og viðmiða fyrir starfsfólk frístundaheimila fyrir börn í yngri árgöngum grunnskóla. Heimild til þessa er í 3. tl. 1. mgr. 9. gr. persónuverndarlaga ásamt 2. og 8. tl. 1. mgr. 11. gr. sömu laga. 

Snæfellsbær annast innheimtu vistunargjalda og hefur í því skyni aðgang að upplýsingum um frístundarvistun. Við þessar aðstæður kemur sveitarfélagið fram sem sameiginlegur ábyrgðaraðili að vinnslu persónuupplýsinga. 

 

Við skráningu í mataráskrift  

Í þeim tilgangi að tryggja daglegt utanumhald með skráningum á mataráskrift nemenda hjá skólanum skráir foreldri/forsjáraðili barnið sitt í mataráskrift á sérstakt skráningareyðublað. Skólinn heldur því  utan um upplýsingar sem nauðsynlegar eru fyrir skipulagningu mötuneytis og innheimtu fæðisgjalds, s.s. upplýsingar um nafn og kennitölu nemanda, bekk og fjölda skólamáltíða. Þá kann skólinn að vinna með heilbrigðisupplýsingar nemenda, s.s. upplýsingar um ofnæmi, óþol og annað sem þarf sérstakrar meðhöndlunar í mötuneyti skólans. Þá vinnur skólinn sömuleiðis nauðsynlegar upplýsingar um foreldra/forsjáraðila í kerfinu, s.s. nafn, kennitölu, símanúmer og netfang. Skólinn byggir vinnslu persónuupplýsinga í framangreindum tilgangi á nauðsyn vegna lagaskyldu sem hvílir á skólanum á grundvelli laga nr. 91/2008 um grunnskóla. Heimild til þessar er í 3. tl. 1. mgr. 9. gr. persónuverndarlaga og 8. tl. 1. mgr. 11. gr. sömu laga. 

Snæfellsbær annast innheimtu fæðisgjalda og hefur í því skyni aðgang að nauðsynlegum upplýsingum um mataráskrift. Við þessar aðstæður kemur sveitarfélagið fram sem sameiginlegur ábyrgðaraðili að vinnslu persónuupplýsinga. 

 

Við myndatökur á nemendum 

Af og til eru myndir og/eða myndbönd tekin af nemendum í skólastarfi. Myndirnar eru notaðar í þeim tilgangi að miðla daglegu starfi skólans með nemendum og foreldrum/forsjáraðilum. Í samráði við nemendur og með samþykki foreldra/forsjáraðila þeirra er myndefni því eftir atvikum notað í útgefnu efni og birt á heimasíðu skólans eða á öðrum opinberum vettvangi. Leitast er við að nota hópmyndir við slíkar birtingar. Foreldrar/forsjáraðilar geta hvenær sem er afturkallað samþykki þegar það hefur verið veitt. Afturköllun samþykkis hefur ekki áhrif á lögmæti þeirra myndatöku eða myndbirtingar sem hefur farið fram að þeim tíma. Heimild til vinnslu persónuupplýsinga byggir í umræddu tilfelli á samþykki. Heimild til þessa er í 1. tl. 1. mgr. 9. gr. persónuverndarlaga. Vísast hér til reglna sem Snæfellsbær hefur sett sér um myndatökur í skóla- og frístundastarfi. 

 

Við flutning nemanda frá leikskóla í grunnskóla 

Í tengslum við flutning nemanda frá leikskóla yfir í Grunnskóla Snæfellsbæjar þarf skólinn að afla nauðsynlegra upplýsinga frá fráfarandi leikskóla um viðkomandi nemanda fyrir velferð hans og aðlögun. Í tengslum við flutninginn kann skólinn að vinna með upplýsingar um nafn nemanda, kennitölu, námslega getu, námslega stöðu og félagslega stöðu. Þá kann skólinn sömuleiðis að vinna heilbrigðisupplýsingar um nemanda s.s. upplýsingar um lyf, ofnæmi, sérþarfir, sérúrræði, greiningar og annað sem krefst sérstakrar meðhöndlunar í grunnskóla. Heimild til vinnslu persónuupplýsinga byggir í umræddu tilfelli á lagaskyldu sem hvílir á skólanum á grundvelli laga nr. 91/2008 um grunnskóla, reglugerð nr. 896/2009 um skil og miðlun upplýsinga milli leik- og grunnskóla og reglugerð nr. 585/2010 um nemendur með sérþarfir í grunnskóla. Heimild til þessa er í 3. tl. 1. mgr. 9. gr. persónuverndarlaga og 2. og 8. tl. 1. mgr. 11. gr. sömu laga. 

 

Við flutning nemenda milli grunnskóla  

Ef nemandi skiptir um grunnskóla kann skólinn að miðla nauðsynlegum upplýsingum um nemenda í þágu velferðar hans og aðlögun. Í tengslum við flutninginn kann  skólinn að vinna með nafn nemanda, kennitölu, námslega getu, námslega stöðu, félagslega stöðu og eftir atvikum agabrot. Þá kann skólinn sömuleiðis að vinna heilbrigðisupplýsingar um nemanda s.s. upplýsingar um lyf, ofnæmi, sérþarfir, sérúrræði, greiningar og annað sem krefst sérstakrar meðhöndlunar í grunnskóla. Heimild til vinnslu persónuupplýsinga byggir í umræddu tilfelli á lagaskyldu sem hvílir á skólanum á grundvelli laga nr. 91/2008 um grunnskóla, reglugerð nr. 896/2009 um skil og miðlun upplýsinga milli leik- og grunnskóla og reglugerð nr. 585/2010 um nemendur með sérþarfir í grunnskóla. Heimild til þessa er í 3. tl. 1. mgr. 9. gr. persónuverndarlaga og 2. og 8. tl. 1. mgr. 11. gr. sömu laga. 

 

Við flutning nemanda frá grunnskóla í framhaldsskóla

  

Þegar nemandi hefur lokið tíunda bekk við Grunnskóla Snæfellsbæjar og viðkomandi hyggst sækja nám á næsta skólastigi kann skólinn að miðla nauðsynlegum upplýsingum um nemandann til viðkomandi framhaldsskóla. Skólinn miðlar upplýsingum um námsmat nemanda vegna innritunar í framhaldsskóla á grundvelli lagaskyldu samkvæmt lögum um grunnskóla nr. 91/2008 og reglugerðar nr. 897/2009 um miðlun og meðferð upplýsinga um nemendur í grunnskólum og rétt foreldra til aðgangs að upplýsingum um börn sín. Heimild til þessa er í 3. tl. 1. mgr. 9. gr. persónuverndarlaga. Við lok skólagöngu býður skólinn nemenda og forelda/forsjáraðila miðlun annarra upplýsinga um nemenda til viðkomandi framhaldsskóla, s.s. upplýsinga um sérúrræði og læknisfræðilegar-, sálfræðilegar- og sérkennslufræðilegar greiningar. Miðlun skólans á slíkum upplýsingum til viðkomandi framhaldsskóla byggir á samþykki nemanda og foreldra/forsjáraðila. Heimild til þessa er í 1. tl. 1. mgr. 9. gr. persónuverndarlaga og 1. tl. 1. mgr. 11. gr. sömu laga.  

Við rafrænt myndeftirlit með öryggismyndavélum 

Grunnskóli Snæfellsbæjar viðhefur rafræna vöktun öryggismyndavéla í og við mannvirki skólans í öryggis- og eignarvörsluskyni. Öryggismyndavélar eru uppsettar utanhúss og við innganga skólans. Þeir einstaklingar sem eiga leið um vöktuð svæði kunna því að vera teknir upp á mynd. Vinnsla á þeim upplýsingum sem safnast með myndeftirliti byggir á lögmætum hagsmunum grunnskólans. Heimild til þessa er í 6. tl. 1. mgr. 9. gr. persónuverndarlaga.  

Persónuupplýsingar sem verða til við notkun öryggismyndavéla verða einungis notaðar ef upp koma atvik er varða eignavörslu eða öryggi einstaklinga, s.s. þjófnað, skemmdaverk eða slys. Þær má ekki afrita eða afhenda öðrum aðila, nema á grundvelli lagaheimildar, samþykki skráðra aðila eða samkvæmt ákvörðun Persónuverndar hverju sinni. Persónugreinanlegar myndupptökur eru því almennt ekki afhentar öðrum en lögreglu og þá ef um slys eða meintan refsiverðan verknað er að ræða. Þá kann myndupptökum jafnframt að vera miðlað í þeim tilgangi að grunnskólinn geti stofnað, haft uppi og eftir atvikum varið réttarkröfur. Í þeim tilvikum sem unnið er með myndefni í þeim tilgangi er, eins og nauðsyn krefur, heimilt að veita stjórnendum, lögmönnum og tryggingarfélagi skólans og gagnaðila, auk dómstóla, aðgang að myndefninu. 

Myndefni sem verður til við notkun öryggismyndavéla eyðist sjálfkrafa eftir að hámarki 30 daga nema nauðsyn krefji til að varðveita það til að geta stofnað, haft uppi og eftir atvikum varið réttarkröfur, einkum í dómsmáli, að því gefnu að lög heimili eða dómsúrskurður eða fyrirmæli þar til bærs stjórnvalds liggi fyrir.  

 

Stafræn kennsla í Grunnskóla Snæfellsbæjar 

Grunnskóli Snæfellsbæjar nýtir ýmis rafræn kerfi og aðra upplýsingatækniþjónustu í starfsemi sinni og samskiptum við nemendur og foreldra/forsjáraðila þeirra. Hér að neðan má sjá nánari útlistun á þeim rafrænu kerfum sem nýtt eru við vinnslu persónuupplýsinga nemenda og foreldra/forsjáraðila þeirra: 

Mentor 

Í upphafi skólagöngu við Grunnskóla Snæfellsbæjar fá nemendur og foreldrar/forsjáraðilar úthlutaðan aðgang að rafræna upplýsingakerfinu Mentor, sjá Notendahandbók Mentor

Mentor er námsumsjónarkerfi sem skólinn notar í þeim tilgangi að skrá og miðla upplýsingum um nemendur. Þá er kerfið sömuleiðis notað til samskipta við nemendur og foreldra/forsjáraðila nemenda. Rafræna upplýsingakerfið Mentor-kerfið er rekið af InfoMentor ehf. 

 

Grunnskóli Snæfellsbæjar vinnur, eins og við á hverju sinni, einkum eftirfarandi almennar og viðkvæmar persónuupplýsingar um nemendur í Mentor: 

  • Almennar persónuupplýsingar: Nafn, kennitala, heimilisfang, símanúmer, netfang, móðurmál, bekkur, hópur, persónugreinanlegt myndefni, upplýsingar um viðveru og fjarveru, námsmat (umsögn og einkunn), atvikaskráning og almennar upplýsingar í tengslum við slysaskráningu. Eftir atvikum upplýsingar um agabrot eða upplýsingar í tengslum við einstaklingsnámskrá, s.s. upplýsingar um námslega getu, félagslega stöðu, námstilhögun og einstaklingsmiðuð námsmarkmið 

  • Viðkvæmar persónuupplýsingar: Heilsufarsupplýsingar, s.s. veikindaskráning, slysaskráning, upplýsingar um greiningar, lyf, ofnæmi, sérþarfir, sérúrræði og annað sem krefst sérstakrar meðhöndlunar.  

Grunnskóli Snæfellsbæjar vinnur, eins og við á hverju sinni, einkum eftirfarandi almennar persónuupplýsingar um foreldra/forsjáraðila í Mentor: 

  • Almennar persónuupplýsingar: Nafn, kennitala, heimilisfang, símanúmer, netfang, tengsl við nemanda (móðir, faðir eða annað), forræði, móðurmál (ef annað en íslenska) og afrit af samskiptasögu. Ef sótt er um undanþágu frá skólasókn fyrir nemanda er ástæða leyfis og tímabil þess skráð í kerfið.   

Google Workspace 

Í þeim tilgangi að einfalda nemendum verkefnavinnu, auka aðgang þeirra að gögnum sínum og auðvelda samvinnu þeirra á milli býðst nemendum í eldri bekkjum grunnskólans að fá úthlutaðan einstaklingsbundinn aðgang að Google Workspace. Í tengslum við notkun á umræddu kerfi vinnur skólinn með upplýsingar um nafn nemanda, skólanetfang auk upplýsinga um verkefni hverju sinni. Frammistaða fyrir verkefni sem eiga sér stað í umræddu kerfi er skráð í Mentor fyrir námsmat.  

Google Workspace er rekið af Google Inc. og er samansafn af margskonar verkfærum/kerfum en mest eru nýtt: 

  • Google Classroom – Námsumsjón þar sem kennarar búa til stafrænar kennslustofur fyrir nemendur, leggja fyrir verkefni og nemendur skila þeim inn. 

  • Google Mail – tölvupóstur 

  • Google Drif – gagnageymsla 

  • Google Skjöl – ritunarviðmót 

  • Google Skyggnur – glærur og kynningar 

  • Google Eyðublöð – kannanir 

  • Google Svæði – vefsíður 

  • Google Töflureiknar – töflureiknir 

 

Hversu lengi geymir Grunnskóli Snæfellsbæjar persónuupplýsingar? 

Grunnskóli Snæfellsbæjar geymir persónuupplýsingar eins lengi og þörf krefur samkvæmt þeim lögum og reglum sem við eiga í starfsemi skólans, eða eins lengi og lögmætir hagsmunir hans krefjast og málefnaleg ástæða gefur tilefni til. Sem dæmi er myndefni úr öryggismyndavélum varðveitt í að hámarki 30 daga, að þeim tímaliðnum er myndefninu sjálfkrafa eytt nema nauðsyn krefji til að varðveita það til að geta stofnað, haft uppi og eftir atvikum varið réttarkröfur, einkum í dómsmáli. 

Grunnskóli Snæfellsbæjar hefur afhendingarskyldu á grundvelli laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn. Það þýðir að skólanum er óheimilt að ónýta eða farga nokkru skjali sem fellur undir gildissvið laganna, nema með lagaheimild eða sérstakri heimild þjóðskjalavarðar. Gögnum er því almennt skilað til Þjóðskjalasafns þegar þau hafa náð 30 ára aldri.  

 

Frá hverjum aflar Grunnskóli Snæfellsbæjar persónuupplýsinga um nemendur eða foreldra/forsjáraðila? 

Grunnskóli Snæfellsbæjar aflar persónuupplýsinga frá foreldrum/forsjáraðilum eða nemendum sjálfum, fráfarandi leikskóla eða grunnskóla. Í vissum tilvikum eru persónuupplýsingar fengnar frá þriðja aðila, t.d. skólahjúkrunarfræðingi, félagsþjónustu, skólaþjónustu eða viðurkenndum fagaðilum á þeirra vegum og ýmsum miðlægum þjónustu- og þekkingarmiðstöðvum á borð við Ráðgjafar- og greiningarstöð Ríkisins, Þroska- og Hegðunarstöð, og Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. 

 

Hvenær miðlar Grunnskóli Snæfellsbæjar persónuupplýsingum til þriðju aðila og af hverju?  

Grunnskóli Snæfellsbæjar kann að veita þriðju aðilum, sem veita skólanum upplýsingatækniþjónustu og/eða aðra þjónustu sem tengist vinnslu og er hluti af rekstri skólans, aðgang að persónuupplýsingum sem unnið er með í samræmi við gerða þjónustu- og vinnslusamninga. Þessir aðilar kunna að vera staðsettir utan Íslands. Skólinn miðlar þó ekki persónuupplýsingum utan Evrópska efnahagssvæðisins nema slíkt sé í samræmi við ákvæði persónuverndarlaga, s.s. á grundvelli staðlaðra samningsskilmála, samþykkis viðkomandi einstaklings eða auglýsingar Persónuverndar um ríki sem veita persónuupplýsingum fullnægjandi vernd.  

Persónuupplýsingar kunna jafnframt að vera afhentar þriðja aðila að því marki sem heimilað er eða krafist er á grundvelli viðeigandi laga, stjórnvaldsfyrirmæla, reglna eða til að bregðast við löglegum aðgerðum eins og húsleitum, stefnum eða dómsúrskurði. Grunnskóli Snæfellsbæjar kann því sem dæmi, og eftir atvikum hverju sinni, að miðla persónuupplýsingum til eftirfarandi þriðju aðila:  

Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga:  

Í þeim tilvikum er foreldrar/forsjáraðilar eða starfsmenn skólans, í samráði við foreldra/forsjáraðila, hafa sótt um sérfræðiaðstoð fyrir nemendur hjá skjólaþjónustu miðlar skólinn þartilgerðu tilvísunarblaði til Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga sem tekur umsóknina til meðferðar.  

 

Skólaheilsugæsla: 

Um skólaheilsugæslu í grunnskólum fer eftir gildandi lögum um heilbrigðisþjónustu. Skólaheilsugæslan er á vegum Heilbrigðisstofnun Vesturlands sem ber jafnframt ábyrgð á gögnum sem til verða á hennar vegum. Í skólaheilsugæslu felast skimanir, viðtöl um lífstíl og líðan, bólusetningar og heilbrigðisfræðsla, ásamt ráðgjöf til nemenda, fjölskyldna þeirra og starfsfólks skólans.  

Í samræmi við lög um grunnskóla og í þeim tilgangi að gera skólanum og skólahjúkrunarfræðingi skólans kleift að sinna sínu lögbundna hlutverki, sem og að tryggja að skráning í heilsuvernd skólabarna sé réttmæt og áreiðanleg, miðlar skólinn nauðsynlegum upplýsingum um nemendur og foreldra, s.s. nafni, kennitölu og bekk nemanda skólans til skólahjúkrunarfræðings á vegum skólaheilsugæslu. 

Nýr grunnskóli: 

Þegar nemandi skiptir um grunnskóla miðlar Grunnskóli Snæfellsbæjar nauðsynlegum upplýsingum um nemandann í þágu velferðar hans og aðlögunar til móttökuskóla.  

Framhaldsskóli:  

Þegar nemandi lýkur tíunda bekk við skólann og hyggst sækja nám á næsta skólastig miðlar skólinn nauðsynlegum upplýsingum um námsmat nemanda til viðkomandi framhaldsskóla. Á grundvelli samþykkis nemanda og foreldra/forsjáraðila kann skólinn sömuleiðis að miðla öðrum upplýsingum um nemandann, s.s. upplýsingum um sérúrræði og greiningar, til viðkomandi framhaldsskóla.  

Snæfellsbær

Snæfellsbær ber ábyrgð á heildarskipan skólastarfs í grunnskólum sveitarfélagsins, þróun einstakra skóla, húsnæði og búnaði grunnskóla, sérúrræðum grunnskóla, skólaþjónustu, mati og eftirliti, öflun og miðlun upplýsinga og á framkvæmd grunnskólastarfs í sveitarfélaginu. Grunnskóli Snæfellsbæjar kann því að miðla nauðsynlegum upplýsingum til sveitarfélagsins í tengslum við lögbundið hlutverk og eftirlit sveitarfélagsins.  

Sveitarfélagið annast sömuleiðis innheimtu vistunargjalda vegna frístundardvalar nemenda og fæðisgjalda vegna mataráskrifta þeirra. Hefur sveitarfélagið í þeim tilgangi aðgang að nauðsynlegum upplýsingum til reikningagerðar.  

Barnaverndaryfirvöld

Starfsfólki skólans er skylt að gera barnaverndaryfirvöldum viðvart ef ætla má að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu. Ef barnaverndaryfirvöld hafa tekið ákvörðun um könnun máls þá er skólanum sömuleiðis skylt að láta í té upplýsingar og afrit af nauðsynlegum upplýsingum sem hún telur að skipt geti máli fyrir úrlausn málsins. 

 

Öryggi persónuupplýsinga og tilkynning um öryggisbrest  

Öryggi í vinnslu persónuupplýsinga er Grunnskóla Snæfellsbæjar mikilvægt og hefur skólinn gripið til viðeigandi tæknilegra og skipulagslegra öryggisráðstafana til að tryggja vernd persónuupplýsinga í takt við öryggiskröfur skólans, þ.m.t. með viðeigandi aðgangsstýringum. 

 

Komi upp öryggisbrestur sem varðar persónuupplýsingar um þig eða barnið þitt, og teljist slíkur brestur hafa í för með sér mikla áhættu fyrir frelsi og réttindi þín eða barnsins þíns, munum við tilkynna þér um það án ótilhlýðilegrar tafar. Í þessum skilningi telst öryggisbrestur atburður sem leiðir til þess að persónuupplýsingar þínar eða barnsins þíns glatist eða eyðist, þær breytist, séu birtar eða óviðkomandi fái aðgang að þeim í leyfisleysi. 

 

 

 

Réttindi þín 

Foreldrar/forsjáraðilar eiga rétt á aðgangi að upplýsingum um börn sín en um takmarkanir á upplýsingarétti þeirra fer eftir fyrirmælum 17. gr. stjórnsýslulaga nr. 73/1993 og 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.   

Það foreldri sem ekki hefur forsjá barns í skilningi barnalaga nr. 76/2003 á sömuleiðis rétt á að fá aðgang að skriflegum gögnum um barnið sitt frá skólum á grundvelli 2. mgr. 52. gr. laga, með síðari breytingum.

 

Með fyrirvara um þau skilyrði sem nánar er fjallað um persónuverndarlögum, átt þú rétt á að:  

  • fá upplýsingar um hvaða persónuupplýsingar skólinn hefur skráð um þig eða barnið þitt, uppruna þeirra, sem og upplýsingar um hvernig unnið er með persónuupplýsingar um þig eða barnið þitt, 

  • fá aðgang að og afrit af öllum þeim persónuupplýsingum sem eru unnar um þig eða barnið þitt, standi hagsmunir annarra því ekki í vegi, s.s. vegna réttinda annarra sem skulu vega þyngra, eða óska eftir að þær séu sendar til þriðja aðila, t.d. til annars grunnskóla, 

  • óska þess að rangar, villandi eða ófullkomnar persónuupplýsingar um þig eða barnið þitt sæti leiðréttingu, lokað verði fyrir notkun þeirra eða þeim eytt, eftir því sem lög nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn heimila, 

  • koma á framfæri andmælum ef þú vilt takmarka eða koma í veg fyrir að persónuupplýsingar um þig eða barnið þitt séu unnar, 

  • fá upplýsingar um það hvort fram fari sjálfvirk ákvarðanataka, og þá á hvaða rökum slík ákvarðanataka er byggð og endurskoðun á sjálfvirkri ákvarðanatöku, 

  • afturkalla samþykki þitt um að skólinn megi safna, skrá, vinna eða geyma persónuupplýsingar um barnið þitt, þegar vinnsla byggist á þeirri heimild. Afturköllun samþykkis skal ekki hafa áhrif á lögmæti vinnslu á grundvelli samþykkis fram að afturkölluninni. 

 

Viljir þú nýta rétt þinn getur þú sent skriflega beiðni á personuvernd@snb.is. Við munum staðfesta móttöku á beiðninni og að jafnaði bregðast við innan mánaðar frá móttöku beiðni. Verði ekki unnt að bregðast við innan mánaðar munum við tilkynna þér um töf á afgreiðslu innan mánaðar.  

 

Tekið skal fram að foreldrar/forsjáraðilar verða að staðfesta á sér deili áður en þeir fá persónuupplýsingar, sem þeir eiga rétt á, afhentar frá skólanum. 

Beiðnir um afrit af persónuupplýsingum sem Grunnskóli Snæfellsbæjar vinnur um þig skulu afmarkaðar við tiltekin gögn eða tiltekin mál, sbr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. 

Ekki er innheimt gjald þegar einstaklingar nýta rétt sinn í samræmi við ofangreint, nema í þeim tilvikum sem beiðni telst óhófleg eða augljóslega tilefnislaus. Það skal vera skólans að sýna fram á að beiðni sé tilefnislaus eða óhófleg samkvæmt 12. gr. persónuverndarlaga. 

Þú hefur einnig rétt  til að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd sjáir þú ástæðu til þess. Upplýsingar um Persónuvernd má finna á heimasíðu stofnunarinnar, www.personuvernd.is

 

Frekari upplýsingar

 

Persónuverndarfulltrúi Snæfellsbæjar hefur eftirlit með fylgni Grunnskóla Snæfellsbæjar við gildandi persónuverndarlög. Persónuverndarfulltrúinn starfar sem tengiliður vegna erinda sem varða persónuupplýsingar og meðferð þeirra af hálfu skólans, hvort sem um er að ræða fyrirspurnir einstaklinga um vinnslu persónuupplýsinga, ósk þeirra eða foreldra/forsjáraðila um að fá aðgang að eigin persónuupplýsingum eða um börn þeirra sem og önnur erindi sem varða réttindi skráðra einstaklinga gagnvart skólanum samkvæmt persónuverndarlögum.  

Ef þú vilt senda inn erindi eða fá frekari upplýsingar um málefni sem snúa að meðferð persónuupplýsinga hjá Grunnskóla Snæfellsbæjar þá bendum við þér á að hafa samband við persónuverndarfulltrúa sveitarfélagsins í gegnum netfangið personuvernd@snb.is.    

 

Yfirferð og endurskoðun persónuverndaryfirlýsingar Grunnskóla Snæfellsbæjar 

Persónuverndaryfirlýsing Grunnskóla Snæfellsbæjar er endurskoðuð reglulega og uppfærð ef tilefni er til.

 

 

bottom of page