Mötuneytið
Í mötuneyti G.Snb. er lögð áhersla á að bjóða upp á hollan mat fyrir nemendur og tekið er mið af manneldismarkmiðum. Áhersla er lögð á trefjaríka fæðu og notast er við grófari kornvöru, t.d. heilhveitipasta og hýðishrísgrjón sem er oft blandað saman við bygg.
Við matargerðina er lögð áhersla á að nemendur neyti hollrar og næringarríkrar fæðu sem uppfyllir kröfur Lýðheilsustofnunar og stuðst er við Handbók fyrir skólamötuneyti. Sjá á heimasíðu Embætti landlæknis)
Heit máltíð er í boði a.m.k. fjóra daga vikunnar og stundum ein köld máltíð með brauðmeti. Með öllum mat er boðið upp á fjölbreyttan salatbar með fersku, hráu eða soðnu grænmeti og mjólk. Ef nemendur hafa ekki lyst á þeim mat sem í boði er geta þeir alltaf fengið sér salat. Vatn er í boði með öllum máltíðum. Í nestistímum stendur nemendum til boða að fá ávexti, vatn og mjólk sér að kostnaðarlausu.
Matseðill er gefinn út í lok mánaðar og birtur á heimasíðu skólans.