top of page
2.jpg

Skólabær

 

Skólabær - Breyting á vistun
 

Ef foreldrar óska eftir tímbundum breytingum (t.d. í einn dag) á vistun barna sinna í Skólabæ þá tilkynni þeir þær til  á Sólveigar Bláfeld Agnarsdóttur (Sollu) netfangið solveig(hja)gsnb.is eða í síma 433 9922. Við getum ekki tekið gild óljós skilboð frá nemendum, þar um.

Ef foreldrar óska eftir langtíma breytingum á vistun í Skólabæ, þurfa þeir að segja samningnum upp fyrir 20. dag mánaðar svo uppsögn taki gildi 1. dag næsta mánaðar. Eyðublöð er að finna á þessu tengli 78b0ab_bd8d58993c874419a8b9186dc1e3e058.pdf (gsnb.is)

Skólabær – skóladagvist

 

Skólabær er skóladagvist fyrir nemendur 1.-4. bekkjar þar sem þeir eru í gæslu eftir að skóla lýkur. Klukkan 15 er boðið upp á hressingu í Skólabæ. Forráðamenn greiða fyrir gæsluna og hressingu en val er um að hafa nemendur til kl. 15 eða kl. 16.

Foreldrar sækja skriflega um gæsluna og þurfa þeir að segja samningnum upp fyrir 20. dag mánaðar svo uppsögn taki gildi 1. dag næsta mánaðar. Eyðublöð er að finna á heimasíðu skólans www.gsnb.is.

 

Nesti

Þeir nemendur sem dvelja í Skólabæ gefst kostur á að taka með sér nesti, óski þeir þess en þeir fá ávexti um kl 15:00, jafnframt hafa þeir greiðan aðgang að vatni og mjólk sem er í boði með nestinu.

Ætlast er til að nemendur komi með hollt nesti sem búið er vel um.

Mælst er til þess að börn séu nestuð í samræmi við ráðleggingar um næringu frá Landlæknisembætti, sjá hér fyrir neðan.

Mælst er til þess að börn séu ávallt með grænmeti og/eða ávexti í nesti. Góður kostur fyrir þau sem þurfa á meiri næringu að halda er samloka úr grófu brauði eða lítið sætt morgunkorn að auki (þá er hægt að nýta mjólkuráskrift til að setja mjólk út á).

Æskilegt er að takmarka jógúrt með viðbættum sykri og/eða sætuefnum við þá daga sem frjálst nesti er auglýst.

 

Einblöðungur um hollt og gott nesti á heimasíðu landlæknisembættisins.

 

Ráðleggingar um mataræði á heimasíðu landlæknisembættisins.

 

 

Upplýsingar um sykurmagn í vörum á heimasíðu landlæknisembættisins - https://www.heilsuvera.is/hollara-val

bottom of page