top of page
IMG_0116.JPG

Hjúkrunarfræðingur

Skólahjúkrunarfræðingur Viktoría Sif Viðarsdóttir
 

Þetta skólaár mun Una Sóley sinna reglubundnum skoðunum. Foreldrum og nemendum er velkomið að hafa samband við hana í síma 432-1360 eða á netfangið una.s.palsdottir(hja)hve.is


Skólahjúkrunarfræðingur hefur fasta viðveru á miðvikudögum í Ólafsvík og fyrir hádegið á fimmtudögum á Hellissandi. 

 

Markmið skólaheilsugæslu er að stuðla að því að börn fái að vaxa, þroskast og stunda nám sitt við bestu andlegu, líkamlegu og félagslegu skilyrði sem völ er á. Heilsugæsla skólabarna er framhald af ung- og smábarnavernd. Skólaheilsugæslan leitast við að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra. Starfsfólk skólaheilsugæslu vinnur í náinni samvinnu við foreldra/forráðamenn, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda. Farið er með slíkar upplýsingar sem trúnaðarmál.
 

Reglubundnar skoðanir og bólusetningar:
 

1. bekkur: Viðtal, sjónpróf, hæðarmæling og þyngdarmæling
 

4. bekkur: Viðtal, sjónpróf, hæðarmæling og þyngdarmæling

7. bekkur: Viðtal, sjónpróf, hæðarmæling og þyngdarmæling. Bólusett gegn mislingum, rauðum hundum og hettusótt (ein sprauta). Stúlkur fá bólusetningu gegn leghálskrabbameini, Cervarix, (2 sprautur yfir veturinn).
 

9. bekkur: Viðtal, sjónpróf, hæðarmæling og þyngdarmæling. Bólusett gegn mænusótt, barnaveiki, kíghósta og stífkrampa (ein sprauta).

Nemendur í öðrum árgöngum eru skoðaðir ef ástæða þykir til.
 

Skólaheilsugæsla fylgist einnig með því að börn hafi fengið þær bólusetningar sem tilmæli Landlæknis segja til um. Ef börn hafa ekki fengið fullnægjandi bólusetningar verður haft samband við foreldra áður en bætt er úr því.
 

Fræðsla / heilbrigðishvatning / forvarnir
 

Skólaheilsugæsla sinnir skipulagðri heilbrigðisfræðslu og hvetur til heilbrigðra lífshátta. Öll tækifæri sem gefast eru nýtt til að fræða nemendur og vekja þá til umhugsunar og ábyrgðar á eigin heilbrigði. Foreldrar geta leitað eftir ráðgjöf skólaheilsugæslunnar varðandi vellíðan, andlegt, líkamlegt og félagslegt heilbrigði barnsins.

Á vefsíðum Landlæknisembættisins má finna margt efni til fróðleiks um heilsu og þroska skólabarna og unglinga.

Sjá: http://www.landlaeknir.is og www.6h.is

bottom of page