top of page
Náms- og starfsráðgjöf
Náms- og starfsráðgjafi skólans er Berglind Elva Tryggvadóttir - berglind(hja)fssf.is
Náms- og starfsráðgjöf í Grunnskóla Snæfellsbæjar er hluti af þjónustu Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga. Náms- og starfsráðgjafi hefur viðveru a.m.k. einn dag vikunnar og oftar ef þörf krefur.
Boðið er upp á persónulega ráðgjöf, m.a. þar sem nemendur fá aðstoð vegna kvíða, reiði og annarra persónulegra málefna sem hafa áhrif á líðan og nám.
Einnig sér náms-og starfsráðgjafi um tengslakannanir, hópefli og framhaldsskólakynningar fyrir útskriftarnemendur auk hefðbundinna verkefna sem snúa beint að ráðgjöf vegna náms, s.s. námstækni og prófkvíða.
Náms- og starfsráðgjafi er tengiliður við stóru upplestrarkeppnina í 7. bekk.
bottom of page