top of page

Áfengis- og fíknivarnir

Allt starf sem fer fram undir merkjum skólans er vímuefnalaust. Neysla vímuefna í skólahúsnæði og á skólatíma er stranglega bönnuð. Ef nemendur verða uppvísir að neyslu vímuefna í skipulögðu starfi á vegum skólans verður tafarlaust haft samband við foreldra/forráðamenn (sjá skólareglur).

Í fíknivörnum er lögð áhersla á að hjálpa nemendum að þroska félagslega eiginleika eins og sjálfsaga, ábyrgðartilfinningu, dómgreind, gagnrýna hugsun og hæfni til samskipta við aðra. Auk þess að hjálpa nemendum að efla tengsl sín við fjölskyldu, skóla, jafnaldra og samfélagið.

Lögð er áhersla á eftirfarandi:

  • Að efla félags-, tilfinninga- og siðgæðisþroska nemenda.

  • Að auka þekkingu og skilning nemenda á fíkniefnum og afleiðingum af notkun þeirra. Nemendur eru hvattir til að vera vímuefnalausir.

  • Að líta á fíknivarnir sem hluta af margþættu uppeldisstarfi skólans frekar en einangraðan þátt í skólastarfinu.

  • Fylgst er með ástundun nemenda, umsjónarkennarar láta foreldra vita ef ástundun nemenda verður ábótavant.

 

Viðbrögð við vímuefnaneyslu og alvarlegum brotum

Ef grunur leikur á að því að nemandi sé undir áhrifum vímuefna í skólanum/á skólalóð

  • Skólastjóri tilkynnir foreldrum um málið.

  • Skólastjóri tilkynnir málið til Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga og kallar fulltrúa Barnaverndar  á  staðinn ef ástæða er til.

  • Skólastjóri vísar nemanda úr skóla tímabundið meðan málið er óútkljáð. Skólastjóra er heimilt, í samvinnu við foreldra að láta þar til bæra aðila meta ástand viðkomandi nemanda.

  • Ef um brottvikningu er að ræða skal gæta stjórnsýslulaga nr. 93/1993, þ.m.t. andmælaréttar, meðalhófs, jafnræðisreglu og rannsóknar- og upplýsingaskyldu. Reglugerð nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum.

  • Skólastjóri hefur samband við Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga og óskar eftir aðkomu þeirra að málinu.

  • Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga, skólastjóri, foreldrar og fulltrúi Barnaverndar vinna að því að finna viðeigandi úrræði fyrir nemandann.

  • Á meðan unnið er í málinu getur nemandinn verið í heimaskóla, í öðru sérúrræði eða tímabundinni brottvísun.

 

Ef grunur er um að nemandi hafi vímuefni undir höndum, dreifi eða selji þau í skólanum/á skólalóð

  • Skólastjóri tilkynnir málið til lögreglu.

  • Skólastjóri tilkynnir foreldrum málið.

  • Skólastjóri grípur til tímabundinnar brottvikningar nemanda.

  • Ef um brottvikningu er að ræða skal gæta stjórnsýslulaga nr. 93/1993, þ.m.t. andmælaréttar, meðalhófs, jafnræðisreglu og rannsóknar- og upplýsingaskyldu. Reglugerð nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum.

  • Um framhald máls fer samkvæmt niðurstöðu lögreglurannsóknar. Barnavernd, Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga, skólastjóri og foreldrar viðkomandi nemanda vinna saman að lausn málsins.

bottom of page