Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 - 355 Ólafsvík

Sími:433-9900 - Netfang:gs@gsnb.is

Um skólann
Fimmtudagur, 08 Desember 2016
A+ R A-

Piparkökudagurinn

piparkk

Hinn árlegi piparkökudagur fyrir 1. – 10. bekk í Grunnskóla Snæfellsbæjar

verður haldinn næstkomandi laugardag, 26. nóvember 2016 í húsnæði grunnskólans í Ólafsvík og á Hellissandi.

Piparkökudeig verður selt milli kl. 10:00 og 13:30

Ekki þarf að skrá sig, heldur mætir hver og einn á þeim tíma og á þann stað sem hann óskar.

Piparkökudagurinn er hefðbundinn. 

Fjölskyldan mætir í skólann með svuntur, kökukefli, piparkökumót, spaða, kökubox og góða skapið.

Hver skammtur af kökudegi kostar 500 krónur eins og áður.  Athugið að við erum ekki með posa.

Boðið er upp á glassúr til að skreyta með og gott er að koma með ofnskúffu til að setja piparkökurnar í á meðan glassúrinn er að þorna.

Foreldrafélagið sér um að baka kökurnar og aðstoða eftir þörfum.

Boðið verður upp á kaffi og djús.

Sjáumst öll í jólaskapi!!

Foreldrafélags GSNB

Allar fréttir

__________________________________________________________________________________________________________________

Piparkökudagurinn

piparkk

Hinn árlegi piparkökudagur fyrir 1. – 10. bekk í Grunnskóla Snæfellsbæjar

verður haldinn næstkomandi laugardag, 26. nóvember 2016 í húsnæði grunnskólans í Ólafsvík og á Hellissandi.

Piparkökudeig verður selt milli kl. 10:00 og 13:30

Ekki þarf að skrá sig, heldur mætir hver og einn á þeim tíma og á þann stað sem hann óskar.

Piparkökudagurinn er hefðbundinn. 

Fjölskyldan mætir í skólann með svuntur, kökukefli, piparkökumót, spaða, kökubox og góða skapið.

Hver skammtur af kökudegi kostar 500 krónur eins og áður.  Athugið að við erum ekki með posa.

Boðið er upp á glassúr til að skreyta með og gott er að koma með ofnskúffu til að setja piparkökurnar í á meðan glassúrinn er að þorna.

Foreldrafélagið sér um að baka kökurnar og aðstoða eftir þörfum.

Boðið verður upp á kaffi og djús.

Sjáumst öll í jólaskapi!!

Foreldrafélags GSNB

Fundur

Fundur með foreldrum !

Vikuna 7. til 11. nóvember er Olweusar vika í Grunnskólanum. Þá vinna nemendur ýmis verkefni tengd forvörnum gegn einelti.

Þessa viku verða líka árlegir fundir okkar með foreldrum þar sem við förum yfir líðan nemenda.

Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð frá foreldrum vegna þessara funda.

Ummæli eins og „ það gengur allt miklu betur núna eftir að ég talað um þetta við foreldra“ og „mér finnst svo gott að vita hvað

er í gangi og get þá beint mínu barni að því að gera rétt“. Við hvetjum foreldra til þess að gefa sér tíma til þess að mæta því þetta er hluti af skólastarfin.

Tímasetningar funda eru þessar:

Mánudagur 7. nóvemer

Kl 16:30 10.bekkur

Kl 16:30   2.bekkur

Kl 17:40  9.bekkur

Kl 17:40  7.bekkur

Þriðjudagur 8. nóvember

Kl 16:30  6.bekkur

Kl 16:30  3.bekkur

Kl 17:40  8.bekkur

Kl 17:40  5.bekkur

Miðvikudagur 9. nóvember

Kl 16:30  4.bekkur

Kl 17:40   1. bekkur

Olweusarteymið

Katrtöflu uppskera

skh 

Við í 4. bekk Grunnskóla Snæfellsbæjar settum niður kartöflur í vor. Fyrst stungum við kartöflugarðinn upp með Sveinbirni, Hrönn og Sóley og gerðum hann tilbúinn. Við létum kartöflurnar spíra inni í stofu og pössuðum vel upp á þær. Á vordögum í skólanum settum við svo niður kartöflurnar. Þegar við komum svo til baka í skólann í haust biðum við spennt eftir að taka þær upp. Einn daginn þegar veður var mjög gott fórum við út í kartöflugarð og tókum þær upp. Skoluðum þær og þurrkuðum. Næsta dag vigtuðum við þær og uppskeran okkar var rúm 40 kíló sem við erum mjög ánægð með. Fúsi kokkur notaði svo kartöflurnar með matnum og fannst okkur mjög gott að fá glænýjar kartöflur sem við ræktuðum sjálf. Þetta verkefni er hluti af Átthagafræðinni okkar og er mjög skemmtilegt.

​Nemendur í 4. bekk SJ

Kynning

Lsi

Skóladagatal

                   Skoladagatal 2016 2017.pdf page 1
 
Starfsfólk Grunnskóla Snæfellsbæjar óskar öllum gleðilegs sumars og þakkar fyrir gott samstarf á liðnu skólaári.
Meðfylgjandi er skóladagatal fyrir næsta skólaár, á því má sjá að skólasetning Grunnskóla Snæfellsbæjar verður
þriðjudaginn 23.ágúst og kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 24.ágúst.
Nemendur 1.bekkjar verða boðaðir í viðtöl hjá umsjónarkennurum sínum.
Skrifstofa Grunnskóla Snæfellsbæjar verður lokuð frá 1. júlí til og með 8. ágúst.
Minnum á sumarlesturinn.
 Með bestu óskum um gleði- og sólríkra daga í sumar 
Kær kveðja
Hilmar Már Arason
Skólastjóri Grunnskóla Snæfellsbæjar
8949903

Samstarf

Lsisttmli 1

BLÁR APRÍL

 styrktarfelag

Alþjóðlegur dagur einhverfunnar er á næsta leiti og föstudaginn 1.apríl næstkomandi hvetjum við alla til að klæðast bláu og vekja þannig athygli á málefnum einhverfra barna en blái liturinn hefur fest sig í sessi sem litur einhverfunnar um heim allan. Líkt og undanfarin ár er það BLÁR APRÍL – Styrktarfélag barna með einhverfu, sem stendur fyrir deginum.
Markmið bláa dagsins er að vekja athygli á einhverfu og fá landsmenn alla til að sýna einhverfum stuðning sinn. Með aukinni vitund og þekkingu á einhverfu byggjum við upp samfélag sem er betur í stakk búið til að skilja þarfir einhverfra og virða framlag þeirra til samfélagsins.
 
Nokkrar áhugaverðar staðreyndir um einhverfu:
 
·         Einhverfa er fötlun (en ekki sjúkdómur) og því meðfædd.
·         Einhverfa er röskun í taugaþroska og einkennin koma venjulega í ljós fyrir þriggja ára aldur
·         Einkennin birtast helst í skertri getu til að tjá sig, félagslegu samspili og áráttukenndri hegðun
·         1 af hverju 68 barni fæðist með röskun á einhverfurófi (1,5%) skv. nýjum erlendum rannsóknum
·         Einhverfa er 4-5 sinnum algengari meðal drengja en stúlkna
·         Það skiptir sköpum að börn með einhverfu fái greiningu og viðeigandi aðstoð sem allra fyrst
·         Engin tengsl eru milli bólusetninga og einhverfu (hefur verið afsannað af vísindasamfélaginu)
·         Birtingarmyndir einhverfu eru margar og birtist aldrei alveg eins hjá hverjum og einum
·         Einhverfir hafa margt fram að færa og hafa sína styrkleika - eins og allir aðrir

Fögnum fjölbreytileikanum og styðjum við bakið á einhverfum börnum. Klæðumst bláu á föstudaginn! #blarapril

Kær kveðja
Hilmar Már Arason
Skólastjóri Grunnskóla Snæfellsbæjar
__________________________________________________________________________________________________________________

Netnotkun

Netnotkun

__________________________________________________________________________________________________________________

Páskar

                                  paskar1
 
                            Páskar eru að ganga í garð og nemendur komnir í páskafrí.
                          Kennsla hefst að nýju samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 30. mars.
                          Við óskum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska.
__________________________________________________________________________________________________________________

Skólabíllinn er byrjaður að ganga

Veðrið er gengið að mestu niður og skólabíllinn er byrjaður að ganga. Fyrsta ferð fra Hellissandi er kl 9:20 og aftur kl 9:50. Farið frá Ólafsvík kl 9:30 og 10:00.
Eftir það gengur skólabíll samkvæmt áætlun.
 
Kær kveðja
Hilmar Már Arason
Skólastjóri Grunnskóla Snæfellsbæjar
8949903
__________________________________________________________________________________________________________________

Árshátíð

arshad2

__________________________________________________________________________________________________________________

Skólahreysti

Miðvikudaginn 9. mars tekur lið skólans þátt í skólahreysti. Vesturlandsriðillinn fer fram í Mýrinni í Garðabæ. Nemendum stóð til boða að velja skólahreysti sem valáfanga og hafa þeir verið duglegir að æfa sig fyrir þessa keppni undir stjórn Þiðriks Viðarssonar íþróttakennara og Tomaszar Luba. Okkar litur í ár er blár og er þeim nemendum sem þess óska boðið að fara og hvetja okkar lið. Farið verður af stað frá skólanum kl. 9:30, keppnin hefst kl. 13:00. Nemendur fá með sér nesti í hádeginu en reikna þarf með að hver og einn þurfi að sjá um hressingu fyrir sig á heimleiðinni, hvort sem er með því að taka með sér nesti eða peninga til að kaupa sér mat.  Stoppað verður í miðbænum í Mosfellsbæ þar sem hægt verður að kaupa veitingar á Subway, Kentucky Fried Chicken eða Dominos pizzum. Hámarksupphæð sem taka má með sér í ferðina er kr. 2500.
Kær kveðja
Hilmar Már Arason
Skólastjóri Grunnskóla Snæfellsbæjar
8949903
__________________________________________________________________________________________________________________

Jákvæð samskipti

Jákvæð samskipti – vinátta – félagsfærni
 
Vanda Sigurgeirsdóttir lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands heldur fyrirlestur í sal starfsstöðvar G.Snb. í Ólafsvík mánudaginn 29. febrúar kl. 17:00.
Í fyrirlestrinum fjallar hún um vináttu og félagsleg samskipti. Fókusinn verður á mikilvægi vináttu fyrir börn, unglinga og ungt fólk og hvernig foreldrar geta hjálpað börnum sínum að eignast vini og halda þeim. Fjallað verður um samskipti foreldra við börnin sín, skólann og aðra foreldra. Einnig verður rætt um einelti og hvernig byggja megi upp bekki þar sem einelti þrífst ekki.
Vanda hefur langa reynslu af því að tala við börn og fullorðna um mikilvægi jákvæðra samskipta, vináttu og hvernig bregðast skuli við einelti. Hún hefur líka farið í bekki eða hópa og tekið á erfiðum málum með góðum árangri.
Að berjast gegn einelti er hennar hjartans mál.
Hvetjum foreldra og forráðmenn í Snæfellsbæ til að mæta og allir áhugasamir um málefnið eru velkomnir.
__________________________________________________________________________________________________________________

Útikennsla

Útikennsla hjá 3. bekk

hsd15 hsd15a

 3. bekkur fór í útikennslustofuna, þar var hituð dýrasúpa yfir opnum eldi. Kokkar dagsins voru þau Daníel Áki, Friðþjófur Snær, Karlotta Kristey og Sandra Blanka. Stóðu þau sig mjög vel eftir að búið var að keikja eldinn en kennaranum gekk brösulega að kveikja. Á meðan verið var að hita súpuna nutu allir sín við að renna í brekkunni á rassaþotum. Það voru glaðir krakkar sem gæddu sér á "Dýrasúpu" áður en þau héldu aftur í skólann rjóð og glöð eftir útiveruna í snjónum og sólinni.

__________________________________________________________________________________________________________________

Öskudagur

                                                            Öskudagur á Hellissandi     

                                                 osku1 

Það var líf og fjör hjá 1. til 4. bekk í dag enda öskudagur og ýmiskonar verur á ferðinni bæði stórar og litlar. Eftir góðan dag var slegið upp öskudagsballi í íþróttahúsinu á Hellissandi þar sem kötturinn var sleginn úr tunnunni, dansað og gætt sér á veitingum frá foreldrafélagi skólans. Það voru tvær tunnur og var það Samúel í 1. bekk og Nickita í 4. bekk sem fengu kisurnar í ár.

__________________________________________________________________________________________________________________

Snjókarlakeppni

Snjókarlakeppni
hsd1 hsd2
 
Það var líf og fjör í frímínútum hjá 1. til 4. bekk í dag. Efnt var til snjókarlakeppni þar sem aðalverðlaunin voru gleði í hjarta yfir skemmtilegum frímínútum.
Mátti ekki á milli sjá hvorir skemmtu sér betur börn eða starfsfólk.
__________________________________________________________________________________________________________________

Skólamyndir

Ágætu foreldrar/forráðamenn nemenda í Grunnskóla Snæfellsbæjar.

Myndatökur á vegum Skólamynda verða eins og hér segir:

Mánudaginn 8. febrúar: 1.- 4. bekkur Hellisandur

Þriðjudaginn 9. febrúar: 5. - 8. bekkur Ólafssvík

Miðvikudagur 10. febrúar: 9. - 10. bekkur Ólafsvík

Fimmtudagur 11. febrúar: Nemendur á Lýsuhóli

Við myndum einstaklingsmyndir og hópmyndir af nemendum. Myndirnar fara síðan inná vef Skólamynda og með aðgangslykli skólans getur fólk skoðað og valið myndir.   Hverjum og einum er síðan frjálst að kaupa eftir hans / hennar hentugleik.

Við sendum tölvupóst með upplýsingum um aðgangslykil þegar myndirnar eru tilbúnar á vefsíðu okkar.

Með kveðju,

Skólamyndir ehf.

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

www.skolamyndir.is

__________________________________________________________________________________________________________________

Danskennsla 3.bekk

                           Þessa vikuna hefur 3. bekkur              

                         dans31

 

Þessa vikuna hefur 3. bekkur verið í danskennslu hjá Vilborgu Lilju og Brynju Mjöll. Eru þau búin að vera mjög dugleg, kennslunni lauk svo með danssýningu föstudaginn 29. janúar klukkan 14:30.

Danskennsla 1 bekk

                          Danskennslan hófst í 1.bekk       
                          dans2016    dans2016b
 
Danskennslan hófst í 1.bekk 11.janúar og stendur þessa vikuna og endar með danssýningu á föstudaginn 15.janúar kl. 14:30. Í gær komu elstu nemendurnir frá Kríubóli og Krílakoti og tóku þátt í danskennslunni. Vilborg Lilja Stefánsdóttir og Brynja MJöll Ólafsdóttir sjá um kennsluna.

Verum ástfangin af lífinu

Fimmtudaginn 7. janúar, verður Þorgrímur Þráinsson með fyrirlestur fyrir foreldra sem ber titilinn Verum ástfangin af lífinu, um jákvæðni, markmiðssetningu o.fl. Fyrirlesturinn verður í sal skólans í Ólafsvík og hefst kl. 20:00.

Gleðilegt nýtt ár

                            nyttar

              Starfsfólk Grunnskóla Snæfellsbæjar óskar ykkur öllum gleðilegt

             nýtt ár og farsældar á nýju ári. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.                                       

 

Gjaldskrá GSNB 2016

Gjaldskrá í Grunnskóla Snæfellsbæjar 2016

 1. 1.Skólabær:

     Boðið er upp á vistun fyrir börn í 1. – 4. bekk á Hellissandi eftir að skóla lýkur kl. 13:40.  Börn eru skráð inn í Skólabæ og eru þar í umsjón starfsfólks uns þau eru skráð út við brottför.

     Skólabær er opinn alla daga sem grunnskólinn starfar skv. skóladagatali.  Hann er ekki opinn í vetrarfríum.  Starfsemin hefst á skólasetningardegi og lýkur á skólaslitadegi.

     Grunngjald fyrir hverja klukkustund er kr. 290.-

     Greitt er fyrir hverjar byrjaðar 30 mínútur og greitt er fyrir alla tíma skv. gjaldskrá.  Greitt er fyrirfram fyrir hvern mánuð og er innheimt með greiðsluseðli.  Ekki er endurgreitt vegna fjarvista eða veikinda nema þau vari lengur en eina viku samfellt.  Ekki er veittur afsláttur þó nemendur fari t.d. í íþróttatíma eða tónlistartíma á dvalartíma Skólabæjar.

     Afsláttur af dvalargjaldi:

     Einstæðir foreldrar                                 40%

     Systkinaafsláttur, 2. barn                       50%

     Systkinaafsláttur, 3. barn                     100 %

     Öllum börnum í Skólabæ er boðið upp á síðdegishressingu gegn greiðslu.

     Einingargjald fyrir síðdegishressingu í Skólabæ er kr. 145.-

 1. 2.Matur í mötuneyti

Heitur matur er í boði, gegn greiðslu, frá mötuneyti Grunnskóla Snæfellsbæjar alla skóladaga skv. skóladagatali. Ekki er í boði að kaupa stakar máltíðir, heldur skrá foreldrar börn sín í áskrift í byrjun skólaárs.

Mánaðaráskrift fyrir hádegisverð er kr. 8.175.-   

Í 1. – 4. bekk er jafnframt boðið upp á morgunverð gegn greiðslu.  Það sama á við um morgunverð og hádegisverð að ekki er í boði að kaupa stakar máltíðir, heldur eru börn skráð í áskrift í byrjun skólaárs.

Mánaðaráskrift fyrir morgunverð/hafragraut er kr. 640.-

     Ekki er veittur afsláttur af fæðisgjöldum.

     Ef foreldrar óska eftir að segja upp mataráskrift barna sinna, þá skal gera það skriflega fyrir 20. hvers mánaðar.  Ef uppsögn hefur ekki borist fyrir þann 20. þá er litið svo á að barnið sé í áskrift mánuðinn á eftir.

Jólatónleikar

JÓLATÓNLEIKAR

BARNA OG SKÓLAKÓRS SNÆFELLSBÆJAR

VERÐA HALDNIR

MIÐVIKUDAGINN 16. DES KL. 17:00

Í INGJALDSHÓLSKIRKJU

KÓRINN SYNGUR FALLEGU JÓLALÖGINN

ENGINN AÐGANGSEYRIR – ALLIR VELKOMNIR !

Vinsamlegast athugið

Veðurspáin fyrir kvöldið og nóttina er óvenju slæm og hefur ríkislögreglustjóri lýst yfir óvissustigi fyrir allt landið. Samkvæmt veðurspánni á veðrið að ganga niður á okkar svæði þegar líða tekur á morguninn.

Við minnum á viðbragðsáætlun vegna óveðurs sem er í starfsáætlun skólans. Samkvæmt henni er

Kennsla er að jafnaði ekki felld niður þótt veður sé slæmt. Það er hins vegar á valdi forráðamanna að meta hvort rétt sé að senda nemendur í skólann enda tilkynni þeir í skólann þá ákvörðun sína líkt og önnur forföll. Skólabílstjórar bera ábyrgð á akstri og er það því þeirra að meta hvort veður sé með þeim hætti að öruggt sé að ferðast. Þessa ákvörðun taka skólabílstjórar í samráði við skólastjóra. Í þeim tilvikum er ákvörðun um niðurfellingu aksturs unnin samkvæmt viðbragðsáætlun

 

Foreldrar eru beðnir að fylgjast með tilkynningum í fyrramálið, í útvarpi, á heimasíðu, facebook síðu skólans og tölvupósti varðandi skólahald á morgun þriðjudag. Ef engar tilkynningar verða gefnar út verður skólahald með hefðbundnu sniði.

 

Kær kveðja

Hilmar Már Arason

Skólastjóri Grunnskóla Snæfellsbæjar

8949903

Jólasögur

                                                        

Eitt af því sem við í 1. til 4. bekk gerum í desember er að koma saman á sal frá mánudegi til fimmtudags og hlusta á jólasögur. Við byrjuðum í morgun og Olga byrjaði að lesa fyrir okkur Þegar Trölli stal jólunum og sýndi okkur myndir sem varpað var upp á tjald á meðan. Þetta er alltaf notaleg stund og gott að byrja daginn á að hlusta á sögu í rökkrinu við kerta og jólaljós

 

1.desember

       1des1 1des2

1. til 4. bekkur hélt 1. desember hátíðlegan. Við hittumst á sal og sungum saman þjóðsöngin og Ísland er land þitt. 4. bekkur sagði frá skjaldarmerki Íslands, 3. bekkur sagði frá forsetunum sem hafa verið á Íslandi, 2. bekkur sagði frá því hvað litirnir í þjóðfánanum okkar þýða og sungu lag um fánalitina sem 2. bekkur á síðasta ári samdi. 1. bekkur endaði svo hátíðina á að syngja lagið Á íslensku má alltaf finna svar. Í tilefni dagsins máttu nemendur og starfsfólk mæta í fánalitunum. Heppnaðist hátíðin vel og gaman hvað börnin sýndu deginum mikinn áhuga.

Gylfi sigrar

Gylfi sigrar í rappkeppni félagsmiðstöðva

gylfi

Gylfi Noah Gabriel Fleck­in­ger Örvars­son, úr fé­lags­miðstöðinni Af­drep í Snæ­fells­bæ, sigraði Rímnaflæði Sam­fés, rappkeppni fé­lags­miðstöðva. Gylfi rappaði lagið Frjáls.

Til hamingju með þennan frábæra árangur!

Eldvarnarvika

         Eldvarnarvika í GSNB

       elda eldb

Eldvarnarvikunni lauk í dag. Við í 1. til 4. bekk fengum Slökkviliðið í heimsókn. Þeir fræddu 3. bekk um eldvarnir gáfu þeim vasaljós ásamt því að færa þeim litabók frá Lionsklúbbnum Rán í Ólafsví. Að því loknu buðu þeir börnunum í 3. bekk á rúntinn í slökkviliðsbílnum sem vakti mikla lukku. 3. bekkur tók svo þátt í eldvarnargetraun Landssambands slökkviliða. Í lokin var svo æfð rýming sem gekk mjög vel og allir stóðu sig vel.

Piparkökudagurinn

Piparkökudagurinn

 

Hinn árlegi piparkökudagur fyrir 1. – 10. bekk í Grunnskóla Snæfellsbæjar verður haldinn næstkomandi

laugardag, 28. nóvember 2015

í húsnæði grunnskólans í Ólafsvík og á Hellissandi.

Piparkökudeig verður selt milli kl. 10:00 og 13:30

Ekki þarf að skrá sig, heldur mætir hver og einn á þeim tíma og á þann stað sem hann óskar.

Piparkökudagurinn er hefðbundinn. 

Fjölskyldan mætir í skólann með svuntur, kökukefli, piparkökumót, spaða, kökubox og góða skapið.

Hver skammtur af kökudegi kostar 500 krónur eins og áður.  Athugið að við erum ekki með posa.

Boðið er upp á glassúr til að skreyta með og gott er að koma með ofnskúffu til að setja piparkökurnar í á meðan glassúrinn er að þorna.

Foreldrafélagið sér um að baka kökurnar og aðstoða eftir þörfum.

Boðið verður upp á kaffi og djús.

Sjáumst öll í jólaskapi!!

Foreldrafélags GSNB

Aðalfundur foreldrafélags

fund

Aðalfundur foreldrafélags GSnb norðan heiða verður þriðjudaginn 24.11 kl. 18:00 í Ólafsvík

Dagskrá:

1. Skýrsla stjórnar

2. Kosning - tillaga að nýrri stjórn liggur fyrir fundinum

3. Undirbúningur fyrir piparkökudaginn (28.11)

4. Önnur mál

 Hvetjum alla til að mæta og taka þátt í starfi foreldrafélagsins.

Mikilvægt að bekkjarráðin mæti og undirbúi piparkökudaginn.

Skólastjóri

Hundur í Óskilum

                                                                                               hundoskil

Það voru góðir gestir á ferðinni á þriðjudaginn síðasta. Hljómsveitin Hundur í Óskilum kom til að kynna Halldór Laxnes skáld. Fóru þeir á hundavaði í gegnum nokkrar af þekktustu skáldsögum Halldórs í tali og tónum. Þeir sögðu börnunum frá á svo skemmtilegan hátt í tali og tónum Íslandsklukkunni með því að nýta frægustu setningarnar og tónlist. Börnin skemmtu sér mjög vel og fylgdust með af athygli og áhuga.

Íslensk túnga

                                                               Dagur íslenskrar túngu                               

                                                                  istunga

Í tilefni af degi íslenskrar tungu var smásagnasamkeppni hjá 1. til 4. bekk. Í gær á degi íslenskrar tungu var svo hátíð í skólanum þar sem nemendur og starfsfólk sungu saman lögin Á íslensku má alltaf finna svar, Ísland er land þitt og Lestrarlagið með Ingó Veðurguð sem menntamálaráðuneytið gaf út í haust í tilefni af lestrarátaki sínu. Kynnar á hátíðinni þau Gabríel og Bríet sögðu okkur líka aðeins frá Jónasi Hallgrímssini. Niðurstöður úr smásagnasamkeppninni voru einnig tilkynntar og afhent verðlaun fyrir þær sögur sem unnu. Í 1. til 2. bekk var það Arnar Valur Matthíasson sem fékk verðlaun fyrir sína sögu. Í 3. og 4. bekk var það Ólafur Jóhann Jónsson sem fékk verðlaunin. Fengu þeir báðir bókaverðlaun, allir sem tóku þátt fengu svo viðurkenningarskjöl.

Aksturstafla 15-16

aksturstafla

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Fyrirlestur um kvíða og þunglyndi barna

      aaafyr

 

Getum við greint merki áður en málin verða of alvarleg og hjálpað barninu að ná tökum?

Fjallað verður um einkenni og leiðir til að skilja og hjálpa

börnum okkar við að takast á við verkefni lífsins.

Staðsetning: Grunnskóli Snæfellsbæjar í Ólafsvík þriðjudaginn 17.11. kl. 19:30.

Fyrirlesari: Inga Stefánsdóttir, skólasálfræðingur.

Skólastjóri

Heimsóknir barna í Grunnskóla Snæfellsbæjar

Heimsóknir barna í Grunnskóla Snæfellsbæjar.

Grunnskóli Snæfellsbæjar er heimaskóli nemenda sem eiga lögheimili í Snæfellsbæ.  Í þeim tilvikum sem óskað er eftir því að nemendur fái að koma í heimsókn í lengri eða skemmri tíma þarf að fylgja eftirfarandi vinnuferli:

 1. Forráðamaður nemanda sem hefur áhuga á að koma í heimsókn í skólann þarf að óska þess með minnst þriggja sólarhringa fyrirvara.
 2. Það gerir forráðamaður á þann hátt að hann kemur á þá starfsstöð sem hann óskar eftir að nemandi komi í heimsókn og sækir um leyfi til heimsóknar hjá yfirmanni starfsstöðvar.
 3. Á því leyfisbréfi ber forráðamanni m.a. að gefa upp símanúmer sem hægt er að nálgast hann á meðan á heimsókn nemandans stendur.  Að auki er á leyfisbréfi gerð grein fyrir þeim reglum sem nemandanum ber að fylgja á meðan á heimsókn hans stendur.
 4. Ef um brot á reglum er að ræða, er umsvifalaust haft samband við viðkomandi forráðamann og honum gert ljóst að heimsókn nemandans valdi truflun.  Frekari aðgerðir eru svo á ábyrgð skólastjórnenda.
 5. Ef ljóst þykir að heimsókn nemanda skaði starf í viðkomandi bekk / starfsstöð er vísað til ábyrgðar forráðamanns í leyfisbréfi og viðkomandi nemanda ekki gefið leyfi til frekari heimsóknar.

Lestrarátak

IMG 6617 

Í morgun kom Kári Viðarsson leikari í heimsókn til okkar á Hellissand og las úr ljóðabókinni Heimsk ringla eftir Þórarinn Eldjárn.

Þetta er liður í lestrarátaki skólans og kunnum við honum bestu þakkir fyrir heimsóknina.

Leik- og grunnskóli

Mánudaginn 2. nóvember verður samstarfsdagur leik- og grunnskólanna á Snæfellsnesi og því frí hjá nemendum. Þemað í ár er „Málefni innflytjenda; - áskorun í skólaþjónustu sveitarfélaganna á Snæfellsnesi“. Það verða fyrirlestrar og hópavinna þennan dag fyrir starfsólk, stjórnendur skólanna og sveitarstjórnarfólk. Einn af fyrirlesurunum verður  verkefnastjóra og kennsluráðgjafa, vegna nemenda með íslensku sem annað tungumál Hún verður hér hjá okkur daginn eftir til að kynna sér starfið hjá okkur, veita ráðgjöf og funda með starfsfólki og foreldrum nemenda af erlendum uppruna.

 
Kær kveðja
 
Hilmar Már Arason
Skólastjóri Grunnskóla Snæfellsbæjar
8949903

Evrópuverkefni GSNB

Evrópuverkefni Grunnskóla Snæfellsbæjar fer á fullt í næstu viku. Þá kemur hingað hópur frá 6 Evrópulöndum til að vinna í verkefninu. Þetta eru Austurríki, Ítalía, Svíþjóð, Tyrkland, Spánn og  Pólland. Verkefnið verður kynnt og hópurinn mun kynna skólana sína þann 29. október nk. kl 17:00- 18:00 í húsnæði skólans í Ólafsvík. Nemendur í 8.-10. bekk munu kynna okkar skóla og vera með tónlistaratriði en vinnan í þessu verkefni mun einkum beinast að þeim aldurshópi. Vonumst til að sem flestir foreldrar sjái sér fært að mæta og kynna sér þetta spennandi verkefni.

Kveðja frá

Erasmus-teymi GSnb

Lesum hvern dag í viku

Síðustu viku í október helgum við læsi og mikilvægi þess að lesa daglega heima og í skólanum. Þessa viku byrjum við hvern dag á lestri, bæði starfsfólk og nemendur. Gestir eru boðnir velkomnir í heimsókn til að lesa með okkur.
Það hefur sýnt sig að læsi nemenda fer hrakandi og alþjóðlegar rannsóknir sýna að um 30% drengja geta ekki lesið til sér til gagns að loknu grunnskólanámi. Við í Grunnskóla Snæfellsbæjar munum á þessu skólaári semja okkur lestrarstefnu og vinna markvisst eftir henni. Til að ná árangri þarf að æfa það sem  maður vill bæta og máltækið „æfingin skapar meistarann“ á vel við.
Kær kveðja
Hilmar Már Arason
Skólastjóri Grunnskóla Snæfellsbæjar

Vinaliðaverkefni

 

Vinaliðaverkefni í GSNB

Kæru forráðamenn.

 Vinaliðaverkefnið er að hefja göngu sína í skólanum okkar á næstu vikum. Þetta verkefni er norskt að uppruna og er það starfrækt í rúmlega 1000 skólum í Noregi. Vinaliðaverkefnið er einnig starfrækt í Svíþjóð og Danmörku með góðum árangri og stofnendurnir eru þegar byrjaðir að kynna verkefnið í  Þýskalandi og Bretlandi.

Lesið meira

Simkerfi GSNB Hellissandi liggur niðri

Í dag er þriðji dagurinn sem símtenging til Grunnskóla Snæfellsbæjar á Hellissandi er óvirk vegna bilunar

því er  ekkert síma eða netsamband við skólann.

Þeir sem þurfa að hafa samband við skólan geta hringt í Elfu aðstoðarskólastjóra í síma 8949920 eða

Kristínu skólaliða í síma 8949902. 

Heilsueflandi grunnskóli

 sb

Grunnskóli Snæfellsbæjar hóf nú í haust vinnu við verkefni sem heitir heilsueflandi grunnskóli. Það verkefni snýst um að efla og auka lífsgæði ungmenna með heilbrigðari lífsstíl. Þetta verkefni krefst samvinnu margra aðila og felur í sér að skoða  hvernig ýmir þættir innan skólastarfsins hafa áhrif á heilsu nemenda.

Lesið meira

3. bekkur í útivist

 3btrod1
 
3. bekkur SJ fór upp í Tröð í dag í útivist, þau skoðuðu tréin og hvernig þau höfðu breyst frá því í vor og léku sér.
Við notuðum líka tækifærið og góða veðrið til að lesa í lestrarbókunum úti í fallegu umhverfi.
 

Skólaakstur hafin

Skólaakstur hafin

Þá hefur veðrinu slotað og skólabílar farnir að ganga aftur eftir áætlun. Fyrsti skólabíll fer frá Hellissandi kl. 13:50.
Þeir nemendur í 1.-4. bekk sem eru í Ólafsvík og eiga að vera í Skólabæ verða í "Toggahöll" í Ólafsvík. Foreldra geta sótt börn sín þangað, í lok dags.

Skólaakstri frestað v/veðurs fimmtudaginn 10.9.2015

Skólaakstur á milli Ólafsvíkur, Rifs og Hellissands er frestað vegna slæms veðurs. Athugað verður með akstur um leið og veður lagast. Þeir nemendur sem að mæta til skóla fara til sinna heimastofa samkvæmt stundaskrá.Starfsmenn skólans skulu mæta til vinnu í þeim bæjarkjarna sem þeir búa.Safnstöð nemenda sem ættu að fara með rútum á Hellissand en mæta í Ólafsvík skal vera í gæsluúrræði skólans í Toggahöll. Safnstöð nemenda sem ættu að fara með rútum í Ólafsvík en mæta á Hellissand skal vera á bókasafni skólans á Hellissandi undir stjórn starfsmanna þess úrræðis.

Kær kveðja

Hilmar Már Arason

Skólastjóri Grunnskóla Snæfellsbæjar

8949903

Göngum í skólann

Grunnskóli Snæfellsbæjar tekur þátt í verkefninu Göngum í skólann í fyrsta sinn í ár. Verkefninu verður hleypt af stokkunum mánudaginn 14. september og mun það standa út skólavikuna. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Verkefnið er liður í því að gera Grunnskóla Snæfellsbæjar að heilsueflandi grunnskóla.

Lesið meira

Lestrarátak

Lestrarátak yngsta stigs

8. september er alþjóðadagur læsis. Af því tilefni ætlum við að hrinda af stað lestrarátaki á yngsta stigi. Átakið felst í því að unnið er markvisst með lesturinn á marga vegu t.d. með yndislestri, lestri þjóðsagna og ljóða sem verða sýnileg í skólanum. Auk þess munu málshættir sem nemendur velja daglega sjást á upplýsingaskjá skólans.

Allar námsgreinar munu taka þátt í átakinu og mun Skólabær hafa notalegt lestrarhorn þar sem skipt verður um þema vikulega. Með samstilltu átaki getum við aukið læsi nemenda okkar þannig að þau lesi sér til ánægju og yndisauka.

Skólaakstur

Miðvikudagur 9.9.2015. Skólaakstur hefst aftur kl. 9.00 frá Hellissandi og kl 9,15 frá Óafsvík
 
Skólaakstur á milli Ólafsvíkur, Rifs og Hellissands ,er frestað vegna slæms veðurs. Athugað verður með akstur kl. 9:00.Þeir nemendur sem að mæta til skóla fara til sinna heimastofa samkvæmt stundaskrá. Starfsmenn skólans skulu mæta til vinnu í þeim bæjarkjarna sem þeir búa. Safnstöð nemenda sem ættu að fara með rútum á Hellissand en mæta í Ólafsvík skal vera í gæsluúrræði skólans í Toggahöll. Safnstöð nemenda sem ættu að fara með rútum í Ólafsvík en mæta á Hellissandi skal vera á bókasafni skólans á Hellissandi undir stjórn starfsmanna þess úrræðis. 
 
Kær kveðja
Hilmar Már Arason
Skólastjóri Grunnskóla Snæfellsbæjar
8949903

Haustfundir fyrir foreldra

Nú er komið að árlegum haustfundum Grunnskóla Snæfellsbæjar. Það er mikilvægt að sem flestir sjá sér fært að mæta

og sýna með því skólagöngu barna sinna stuðning og áhuga.

Mánudaginn 31.ágúst

2.bekkur kl. 17:00

3.bekkur kl. 18:00

4.bekkur kl. 19:00

 Þriðjudaginn 1. september

8.bekkur kl. 18:00

9.bekkur kl. 18:00

10.bekkur kl. 18:00

 Miðvikudaginn 2. september

5.bekkur kl. 17:00

6.bekkur kl. 18:00

7.bekkur kl. 19:00

Fimmtudaginn 3. september

1.bekkur kl. 17:30

Hlökkum til að sjá ykkur

Nýir starfsmenn

Búið er að ráða í eftirfarandi stöður við skólann. Fjórar umsóknir bárust um stöðu skólaliða á Hellissandi og var Áslaug Olga Heiðarsdóttir ráðin. Tvær umsóknir bárust vegna starfsmanns í Skólabæ á Hellissandi og var Erla Lind Þórisdóttir ráðin. Sex umsóknir bárust um stöðu stuðningsfulltrúa í Ólafsvík og var Guðrún Þórðardóttir ráðin. Ofangeindir starfsmenn eru boðnir velkomnir í starfsmannahópinn okkar.
 

Starfsmannahald

Á fjölmennum vinnustað eins og Grunnskóli Snæfellsbæjar er, eru alltaf mannabreytingar. Þeim sem hurfu á braut til annarra starfa eru færðar þakkir fyrir vel unnin störf fyrir skólann og nýtt starfsfólk er boðið velkomið til starfa.
Þeir sem hafa hætt í vor eða sumar eru: Magnús Þór Jónsson skólastjóri, Ásta Guðnadóttir sérkennari, Hallveig Hörn Þorbjargardóttir bókavörður, Harpa Hannesdóttir skólaliði og Sigrún Sigurðardóttir stuðningsfulltrúi. Snædís Hjartardóttir íþróttakennari og Gunnsteinn Sigurðsson kennari eru í ársleyfi. Í þeirra stað er búið að ráða Hilmar Má Arason skólastjóra, Ásu Gunni Sigurðardóttur umsjónarkennara, Heiðrúnu Huldu Hallgrímsdóttur skólaliða, Hugrúnu Elísdóttur tölvukennara og verkefnastjóra á sviði upplýsingntækni, Katrínu Aðalheiði Magnúsdóttur sérkennara, Þiðrik Örn Viðarsson (Diddi) íþróttir og Theódóru Friðbjörnsdóttur umsjónarkennara.
Þegar þetta er skrifað er ekki búið að ráða í allar stöður við skólann en okkur vantar stuðningsfulltrúa á starfsstöðina í Ólafsvík, skólaliða á starfsstöðina á Hellissandi, starfsmann í Skólabæ á Hellissandi og starfsmann í leikskólaselið í Lýsuhólsskóla. Þegar búið verður að ráða í þessar stöður verður það kynnt í fréttabréfi.

Kær kveðja
 
Hilmar Már Arason
Skólastjóri Grunnskóla Snæfellsbæjar
8949903

Ytra mat GSNB

Á síðasta skólaári var skólinn metinn með ytra mati. Matið unnu matsmenn á vegum Námsmatsstofnunar. Matið var fyrst og fremst til að styðja skólann við að auka gæði náms og skólastarfs og stuðla að umbótum. Í sumar var foreldrum/forráðamönnum sent bréf þar sem tíundaðar voru helstu niðurstöður. Margt kom vel út og bent var á þætti sem mega vera betri en niðurstaða matsmannan var að:
„Í stórum dráttum má segja að í Grunnskóla Snæfellsbæjar fari fram gæðastarf þar sem stuðst er við lög, reglugerðir, aðalnámskrá og annað sem lögum samkvæmt snýr að þeim þáttum skólastarfs sem metnir voru. Styrkur skólans felst meðal annars í öflugri átthagafræðikennslu sem nær til allra árganga skólans og má segja að umhverfi, menning og saga séu mjög áberandi í vitund nemenda og starfsfólks.“
Skýrsluna og foreldrabréfið er hægt að nálgast á heimasíðu skólans, http://gsnb.is/. Í framhaldi af útkomu skýrslunnar hófu stjórnendur og umbótateymi skólans vinnu við umbótaáætlun sem mun verða kynnt nú á haustdögum.

Kær kveðja
 
Hilmar Már Arason
Skólastjóri Grunnskóla Snæfellsbæjar
8949903

Lausar stöður við Grunnskóla Snæfellsbæjar

Grunnskóli Snæfellsbæjar er heildstæður skóli með um 260 nemendur í 1.–10. bekk og er kennt á þremur starfsstöðvum.

Við leitum að öflugu fólki í eftirtaldar stöður frá og með 19. ágúst 2015

 • Stuðningsfulltrúa á starfsstöðina í Ólafsvík, 100% starf.
 • Skólaliða á starfsstöðina á Hellissandi, 100% starf.
 • Starfsmanni í Skólabæ á Hellissandi, í 45% starf.
 • Starfsmanni í leikskólaselið í Lýsuhólsskóla, 35% starf.

Menntun, reynsla og hæfni:

 • Æskileg uppeldismenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum æskileg.
 • Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar.
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
 • Góð kunnátta í íslensku er skilyrði.

Borgað er samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samflots bæjarstarfsmannafélaga.

Umsóknarfrestur er til 17. ágúst, umsóknareyðublað er á heimasíðu Snæfellsbæjar, http://snb.is/about-us/vinnustadurinn/laus-storf/

Upplýsingar veitir Hilmar Már Arason skólastjóri í síma 894 9903 og umsóknir skal senda til skólastjóra This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Skólasetning

Grunnskóli Snæfellsbæjar verður settur í upphafi skóladags mánudaginn 24. ágúst og síðan verður kennt samkvæmt stundaskrá. Nemendur 1.bekkjar verða boðaðir í viðtöl til umsjónarkennara. Skólabílar ganga samkvæmt áætlun.

Kær kveðja
 
Hilmar Már Arason
Skólastjóri Grunnskóla Snæfellsbæjar
8949903

Breytingar í starfsliði

Nokkrar breytingar verða á starfsliði Grunnskóla Snæfellsbæjar fyrir skólaárið 2015 – 2016.

 Þegar var vitað að Magnús Þór Jónsson skólastjóri, Ásta Guðnadóttir sérkennari og Harpa Hannesdóttir væru að yfirgefa hópinn en á síðustu vikum bættust í hóp þeirra sem kveðja GSNB þau Gunnsteinn Sigurðsson kennari, Sigrún Sigurðardóttir stuðningsfulltrúi og Hallveig Hörn Þorbjargardóttir bókavörður á Hellissandi.

 Í stað þeirra hafa nú þegar verið ráðin þau Hilmar Már Arason sem verður skólastjóri, Hugrún Elísdóttir mun verða tölvukennari og leiða innleiðingu nýrra kennsluhátta á því sviði, Katrín Aðalheiður Magnúsdóttir sinnir sérkennslu í Ólafsvík, Theódóra Friðbjörnsdóttir og Ása Gunnur Sigurðardóttir verða umsjónarkennarar og Heiðrún Hulda Hallgrímsdóttir verður skólaliði á Hellissandi.

 Öllum þeim er kveðja er þökkuð samvinnan undanfarin ár og nýtt fólk er boðið velkomið til starfa í góðum skóla sem ætlar að verða enn betri.

Við erum á Facebook

Hafa samband

Rafpóstur:
Efni:
Skilaboð:

Vinsælir samfélagsmiðlar

GSNB

Grunnskóli Snæfellsbæjar.  Ennisbraut 11 - 355 Ólafsvík.   Sími:433-9900 - Netfang:gs@gsnb.is